Icelandair Group vill byggja í Vatnsmýri

visir

Icelandair Group vill byggja

Smella á mynd til að stækka

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir Icelandair Group hafa óskað eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um úthlutun lóðar fyrir byggingu framtíðar höfuðstöðva fyrirtækisins í Vatnsmýri.

Dagur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar segir hann fyrirtækið í miklum vexti og þurfa helst að stækka hratt við sig.

„Þrátt fyrir að hafa bætt við sig hæð og verið í endurbótum í núverandi húsnæði við Nauthólsvíkurveg og Hótel Natura. Þetta er fagnaðarefni og það er mér reyndar metnaðarmál að borgin komi til móts við framsækin og vaxandi fyrirtæki sem vilja byggja upp í borginni. Það á sannarlega við um ferðaþjónustuna þar sem Icelandair Group er sannkallaður burðarás. Öflugt atvinnulíf skapar ótal tækifæri til framtíðar í borginni og er vitanlega undirstaða velferðar og góðs samfélags,“ skrifar Dagur.

Hann segir borgarráð hafa tekið vel í erindið og var Ólöfu Örvarsdóttur, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, og Hrólfi Jónssyni, skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, falið að leiða viðræðurnar við Icelandair Group.

 

Heimild: Vísir

Fleira áhugavert: