„Stórt skref til jöfnunar húshitunarkostnaðar“

bb

isafjordur

Ísafjördur

Frá áramótum mun kostnaður við flutning og dreifingu á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis hjá þeim sem búa á svæðum þar sem ekki er hitaveita lækka verulega og verða niðurgreiddur að fullu frá og með 1. apríl 2016. Þetta er í samræmi við breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra beitti sér fyrir og samþykkt var á Alþingi í vor.

Frá 1. janúar munu niðurgreiðslur á kostnaði við flutning og dreifingu raforku nema um 90% – og frá og með 1. apríl munu niðurgreiðslurnar greiða að fullu fyrir dreifingu raforku sem notuð er til húshitunar. Í frétt á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins segir að með þessu sé stigið stórt skref til jöfnunar húshitunarkostnaðar um land allt hjá notendum sem ekki eiga kost á hitun húsnæðis með jarðvarma.

 

Heimild: Bæjarins Besta

Fleira áhugavert: