Milljarða sjóður fyrir endurnýjanlega orku

Rúv

Bill-Gates-and-Barack-Obama

Bill Gates og Barack Obama

Tuttugu milljarða dala sjóður ríkja og auðugra fjárfesta til að fjármagana þróun hreinna orkugjafa var kynntur á loftslagsráðstefnunni sem hófst í París í dag. Bandaríkjaforseti segir að ráðstefnan geti orðið vendipunktur í viðleitni heimsins til að sporna við hlýnun jarðar.

Það voru Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Bill Gates, stofnandi Microstof tölvufyrirtækisins, sem kynntu sjóðinn ásamt fleiri þjóðarleiðtogum á fundi í París – en loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst þar í borg í dag. Verkefnið er nefnt Mission Innovation. 20 ríki taka þátt í því og 31 alþjóðlegur fjárfestir á vettvangi Breakthrough Energy Coalition. Auk Gates eru það Richard Branson, stofnandi Virgin Group, Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, Meg Whitman, framkvæmdastjóri Hewlett Packard, og George Soros.

Vita á 20 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 2.600 milljörðum íslenskra króna, í rannsóknir og þróun á hreinum orkugjöfum á næstu 5 árum.

Takmark loftslagsráðstefnunnar er að ná lagalega bindandi allsherjarsamningi um loftslagsmál sem taki til allra þjóða heims.

„Aldrei fyrr hefur svo gífurleg ábyrgð verið í höndum svo fárra,“ sagði Christiana Figureres, umhverfismálastjóri Sameinuðu þjóðanna, þegar hún ávarpaði fundarmenn við setningu ráðstefnunnar í morgun. „Heimurinn treystir á ykkur.“

Francois Holland, forseti Frakklands, sagði í ræðu sinni að helsta hættan væri ekki sú að setja markið og hátt og missa marks. „Mesta hættan er að setja markið of lágt og að við náum ekki því takmarki.“

Þjóðarleiðtogar voru viðstaddir ráðstefnuna í dag og ávörpuðu hana allir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist segja það hreint út að það þýddi ekkert annað en að draga úr og halda þjóðum undir takmörkum um hlýnun jarðar. Nauðsynlegt takmark væri minna en tvær gráður frá upphafi iðnbyltingar.

Samninganefndir 195 ríkja þinga fram til 11. desember til að reyna að ná samkomulagi sem gildi frá 2020 þegar framlenging Kyoto-bókunarinnar rennur út.

Barck Obama, forseti Bandaríkjanna, er bjartsýnn. „Það sem ætti að veita okkur þá von að þetta séu tímamót, að þetta sé stundin þegar við ákveðum loksins að bjarga jörðinni, er sú staðreynd að þjóðir okkar eru sammála um hversu brýnt þetta er og okkur verður æ betur ljóst að það er í okkar valdi að gera eitthvað í þessu.“

Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók í svipaðan streng og sagði að sýnt hefði verið fram á að hægt væri að tryggja hagvöxt og vernda umhverfið um leið.

 

Heimild: RÚV

 

Fleira áhugavert: