Raf­bíl­um fjölg­ar ört á Íslandi – Mun Ísland veðja á raf­bíl­a og íslenska raforku í stað innfluttu erlendu kolefniseldsneyti ?

Heimild:  mbl

 

Desember 2015

Rafbílar

For­sæt­is­ráðherra hef­ur talað fyr­ir auk­inni hlut­deild raf­bíla á markaði.

Raf­bíl­um fjölg­ar ört á Íslandi og ef þró­un­in hér verður með sama hætti og í Nor­egi má bú­ast við spreng­ingu í notk­un þeirra á kom­andi árum.

Orka nátt­úr­unn­ar hef­ur sýnt frum­kvæði í upp­bygg­ingu hraðhleðslu­stöðva fyr­ir raf­bíla í land­inu en nú hef­ur rík­is­stjórn Íslands lýst því yfir að bet­ur megi ef duga skuli. Í nýrri sókn­aráætl­un í lofts­lags­mál­um er stefnt að því að stuðla að orku­skipt­um í sam­göng­um og draga með því úr inn­flutn­ingi á kol­efna­eldsneyti.

Í nýrri skýrslu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um ol­íu­markaðinn á Íslandi seg­ir að leiða megi lík­ur að því að ís­lensk heim­ili hafi varið 47 millj­örðum króna í eldsneytis­kaup á ár­inu 2012. Því er ljóst að mikl­ir hags­mun­ir eru í húfi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í ViðskiptaMogg­an­um.

 

Fleira áhugavert: