Skít­ur í Skerjaf­irði

mbl

Dælustöð og hreinsistöð Faxaskjóli

Dælustöð og hreinsistöð Faxaskjóli

Klóak var losað út í Skerja­fjörð í um klukku­stund í gær á meðan dæl­ur í frá­veitu­stöð Orku­veit­unn­ar í vest­ur­bæ Reykja­vík­ur voru hreinsaðar. Aðeins er til­kynnt um slíkt ef los­un­in stend­ur leng­ur en í þrjá til fjóra tíma og því var eng­in til­kynn­ing send út til borg­ar­búa um hana.

Íbúi við Skerja­fjörð sem hafði sam­band við mbl.is varð meng­un­ar­inn­ar var síðdeg­is í gær. Lýsti hann því þannig að klóakið hefði teygt sig með straum­um út fjörðinn báðum meg­in, náð út að Löngu­skerj­um og utar.

Ei­rík­ur Hjálm­ars­son, upp­lýs­inga­full­trúi Orku­veitu Reykja­vík­ur, seg­ir að dæl­ur hafi verið hreinsaðar í frá­veitu­stöðinni við Faxa­skjól í gær. Það hafi staðið yfir í um klukku­stund en á meðan hafi stöðin farið á yf­ir­fall. Því hafi klóak farið út í sjó.

 

Við reglu­bundið viðhald eða bil­an­ir séu stöðvarn­ar sett­ar á yf­ir­fall á meðan ef álagið á þær sé þannig. Sjái Orku­veit­an fram á að það ástand standi yfir leng­ur en í fjóra tíma sé heil­brigðis­eft­ir­lit­inu til­kynnt um það. Eft­ir­litið meti svo hvort gefn­ar séu út sér­stak­ar til­kynn­ing­ar um það. Í gær hafi viðhaldið hins veg­ar staðið í tæp­an klukku­tíma.

Spurður hvort ekki geti samt verið ástæða til að láta vita af meng­un af þessu tagi, meðal ann­ars í ljósi þess að sjó­sund sé vin­sæl iðja í firðinum, seg­ir Ei­rík­ur að svo kunni að vera. Verklag sé vita­skuld alltaf til skoðunar og betr­um­bóta.

Í skrif­legu svari Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur við fyr­ir­spurn mbl.is seg­ir að ein­ung­is sé til­kynnt um yf­ir­fall dælu­stöðva til eft­ir­lits­ins ef stöð sé á yf­ir­falli í þrjár til fjór­ar klukku­stund­ir.

Frá Skerjafirði. Myndin er úr safni.

Frá Skerjaf­irði. Mynd­in er úr safni. Ómar Óskars­son

Blaut­klút­ar al­geng­ustu söku­dólgarn­ir

Það sem gæti hins veg­ar fækkað til­fell­um þar sem hreinsa þarf dæl­ur með þess­um af­leiðing­um er upp­lýs­ing­ar til al­menn­ings um hvernig eigi að nálg­ast frá­veitu­kerfið.

„Því miður not­ar fólk kló­sett­in heima hjá sér og frá­veitu­kerfið svo­lítið eins og rusla­föt­ur þannig að við þurf­um að taka upp dæl­ur öðru hverju og hreinsa úr þeim dót sem ekki á að fara í frá­veitu­kerfið,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Alls kon­ar tau­efni, til dæm­is klæðnaður, ber­ist þannig ofan í kerfið og sest fyr­ir í dæl­um, sem þarf þá að stoppa og þrífa. Al­geng­ast seg­ir Ei­rík­ur að starfs­menn dælu­stöðvanna séu í vand­ræðum með blaut­klúta og fleira af því tagi sem ekki eigi að fara ofan í kló­sett.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: