Byggja lúxus­í­búðir á Lauga­vegi

mbl

Byggja lúxus­í­búðir á Lauga­vegi

Verið er að byggja fjórðu hæðina ofan á bak­húsið. Hótel­íbúðir verða í hús­inu. mbl.is/​Bald­ur Arn­ar­son

Stefnt er að því að opna íbúðahót­el í bak­húsi neðst á Lauga­vegi í Reykja­vík í mars á næsta ári. Fram­kvæmd­irn­ar fela í sér stækk­un húss­ins og fjölg­un hótel­íbúða úr fjór­um í átta.

Fyr­ir­tækið Icewe­ar á hús­eign­ina.

Um er að ræða bak­hús með hús­núm­erið Lauga­veg­ur 1. Það er á bak við eitt elsta versl­un­ar­hús­næði Reykja­vík­ur. Fé­lag í eigu Icewe­ar hef­ur leigt hótel­íbúðir í bak­hús­inu.

Við fram­kvæmd­irn­ar er bak­húsið end­ur­byggt. Kjall­ari hef­ur verið graf­inn niður og verður þar ver­önd. Að auki er nú byggð 4. hæð ofan á húsið. Með henni bæt­ast við 109,5 fer­metr­ar og verður húsið 452 fer­metr­ar.

Líka með íbúðir á Ak­ur­eyri

Ágúst Þór Ei­ríks­son, eig­andi Icewe­ar, seg­ir fram­kvæmd­irn­ar við bak­húsið kosta vel á annað hundrað millj­ón­ir króna. Hann seg­ir verk­efnið hluta af starf­semi Icewe­ar.

„Við erum að byggja átta hótel­íbúðir og reikn­um með að opna 1. mars. Ég er þegar með þrjár íbúðir til út­leigu á Ak­ur­eyri. Þetta er því út­víkk­un á starf­semi Icewe­ar. Það er ekki leng­ur kjall­ari í bak­hús­inu, enda gróf­um við niður á jafn­sléttu.“

Staðsetn­ing­in er mjög góð og myndu 8 ríf­lega 50 fer­metra íbúðir á þess­um stað ekki kosta und­ir sam­tals 200 millj­ón­um króna.

Ásgeir Þór seg­ir mik­il tæki­færi í rekstri hótel­íbúða í miðborg Reykja­vík­ur. Eft­ir­spurn­in sé mik­il. Um­rædd­ar íbúðir verði í lúx­us­flokki. Hann seg­ir einn starfs­mann hafa verið ráðinn til að sinna bók­un­um og öðrum verk­efn­um. Svo bæt­ist við þrif og annað sem teng­ist rekstr­in­um. Lykla­mót­taka verður þar sem nú er minja­gripa­versl­un í fram­hús­inu á Lauga­vegi 1. Þar verður opnuð Icewe­ar-versl­un. Fyr­ir­tækið Icewe­ar á fram­húsið líka.

Fram­húsið er skráð hjá Fast­eigna­skrá sem 336,5 fer­metra versl­un. Á sömu lóð er jafn­framt um­rætt 350 fer­metra bak­hús sem var byggt 1927. Bæði hús­in til­heyra sömu lóð.

Sam­kvæmt Fast­eigna­skrá var hús­eign­in Lauga­veg­ur 1 byggð árið 1827, nán­ar til­tekið fram­húsið.

Hins veg­ar seg­ir í bók­inni Reykja­vík: Sögu­staður við Sund, eft­ir Pál Lín­dal að fram­húsið hafi verið reist 1848 og er hér miðað við það ár­tal.

Gamla Vísishúsið. Til stendur að endurbyggja framhúsið og rífa viðbyggingar ...

Gamla Vísishúsið. Til stendur að endurbyggja framhúsið og rífa viðbyggingar til vest­urs og aust­urs.mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Marg­ir kann­ast við versl­un­ina Vísi sem er nú rek­in í aust­ari viðbygg­ingu við fram­húsið. Þess má geta að nú eru 100 ára liðin síðan þeir Guðmund­ur Ásbjörns­son og Sig­ur­björn Þorkels­son hófu þar versl­un­ar­rekst­ur og var sá síðar­nefndi jafn­an kennd­ur við Vísi.

Gamla húsið end­ur­byggt

Ásgeir Þór seg­ir miðhúsið friðað, en það er elsti hluti fram­húss­ins. Viðbygg­ing­ar á einni hæð til vest­urs og aust­urs séu það ekki. Hann seg­ir standa til að rífa viðbygg­ing­arn­ar og end­ur­byggja miðhúsið.

„Við eig­um bygg­ing­ar­rétt upp á 1.350 fer­metra [á lóðinni]… Hug­mynd­in er að end­ur­gera húsið og byggja eina hæð í kjall­ara, gera versl­un á tveim­ur hæðum og fara út í portið. Við höf­um leyfi til þess að fara út í portið með versl­un­ina,“ seg­ir Ágúst Þór og tek­ur fram að þessi upp­bygg­ing sé á hug­mynda­stigi. Ætl­un­in sé að auka versl­un­ar­rými úr 260 í 660 fer­metra.

Þessi hluti Lauga­veg­ar mun taka frek­ari breyt­ing­um þegar fram­kvæmd­ir við nýja gler­bygg­ingu á Lauga­vegi 2-4 hefjast á næst­unni.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: