Styrkur geislavirkra efna í neysluvatni á Reykjanesi lágur

visir

styrkur geislavirkna efna lítill

Mjög lítið er af náttúrulegum geislavirkum efnum í vatni á Íslandi, miðað við önnur lönd. VÍSIR/GETTY

Mjög lítið er af náttúrulegum geislavirkum efnum í vatni á Íslandi, miðað við önnur lönd, og undir viðmiðunarmörkum. Þetta kemur fram í svari Geislavarna ríkisins við fyrirspurn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, um hvort hætta sé á að neysluvatn út vatnsbóli í grennd við Reykjanesvirkjun sé geislavirkt, umfram því sem eðlilegt geti talist.

Í bréfinu segir að starfsmenn ÍSOR hafi tekið vatnssýni 22.september síðastliðinn, meðal annars úr vatnsbólu Suðurnesjamanna í Lágum og ferskvatnsholu austan undir Sýrfelli þaðan sem neysluvatn Reykjanesvirkjunar er tekið. Styrkur náttúrulegra geislavirkra efna var mældur og mældist styrkur radons mjög lítill, eða á bilinu 0.1 – 0.2 Bq/l. Til viðmiðunar er nefndur algengur styrkur radons í grunnvatni í Svíþjóð, sem er á bilinu 10 – 300 Bq/l.

Þá segir jafnframt í bréfinu að á árinum 2003-2004 hafi farið fram mælingar á náttúrulegum geislavirkum efnum (radon) í tugum vatnssýna víðs vegar á landinu, sem sýndu að mjög lítið er af náttúrulegum geislavirkum efnum í vatni á Íslandi, en að það stafi af því hve ungur og basaltsríkur berggrunnurinn hér er.

 

Heimild: Vísir

 

Fleira áhugavert: