Sæstrengur er umhverfismál

Rúv

Hér má heyra umfjöllun í speglinum

Smella á myndina

thor eigil hodne

Umhverfismál og markmið í loftslagsmálum er ein mikilvæg ástæða fyrir því að Norðmenn hafa ákveðið að leggja sæstreng bæði til Þýskalands og Bretlands. Tor Eigil Hodne segir að lagning þeirra sé þáttur að draga úr gróðurhúsalofttegunum.

Norðmenn hafa orðið talsverða reynslu af sæstrengjum. Eru nú með sex virka strengi bæði til Danmerkur og Hollands. Undirbúningur er nú hafin að lagningu sæstrengja bæði til Þýskalands og Bretlands. Viðhorfið til sæstrengja Norðmanna er nokkuð annað en hér heima.Tor Eigil Hodne, framkvæmdastjóri Statnett í Brussel, var meðal ræðumanna á ráðstefnu í gær þar sem fjallað var um sæstrengi og raforkumarkaðinn í Evrópu. Statnett er Landsnet þeirra Norðmanna. Hann segir að sæstrengir til annara landa séu mikilvægir fyrir Noreg. Raforkukerfi  Norðmanna byggist á vatnsafli sem þýði að orkuframleiðslan getur verið breytileg eftir árstíðum. Þegar vetrar séu kaldir og þurrir sé þörf á að flytja inn orku. Auk sæstrengjanna eru ýmsar aðrar tengingar milli landanna í Skandinavíu. Raforkumarkaðurinn á Norðurlöndum þar sé að ýmsu leyti fyrirmynd þess markaðar sem er verið og hefur verið byggður upp í Evrópu. En eru Norðmenn að þéna stórt á þessum viðskiptum? Tor Eigil segir að vissulega sé verðmætasköpun mikilvæg fyrir Noreg en hún sé þó aðeins ein af þremur ástæðunum fyrir lagningu sæstrengs. Önnur sé orkuöryggi.

„Annað atriði sem er veigamikil forsenda fyrir lagningu strengjanna til Þýskalands og Bretlands eru umhverfissjónarmið. Lagning þeirra er mjög mikilvæg leið til að ná fram umhverfismarkmiðunum,“ segir Tor Eigil.

 Uppstöðulónin grænar rafhlöður

Strengurinn til Þýsaklands verður yfir 600 kílómetra langur og á að komast í gagnið 2019. Lengd þess sem lagður verður til Bretlands verður yfir 700 kílómetrar. Hann á að vera tilbúinn 2021. Tor Eigil segir að strengurinn t.d. til Þýskalands sé mjög góð samsetning. Hann nýtist á báða bóga. Þjóðverjar hafi dregið úr kjarnorku og aukið endurnnýjanlega orkugjafa, bæði vind- og sólarorku. Þegar lítill vindur og sól sé í Þýskalandi geti Norðmenn selt Þjóðverjum orku og þegar vindur blæs og sólin skín geti Norðmenn flutt inn orku.

„Okkar greiningar sýna að þetta fellur mjög vel saman og segja má að uppistöðulónin í Noregi séu í raun grænar rafhlöður fyrir þýska endurnýjanlega orkugjafa,“ segir Tor Eigil.

Hann segir að umhverfissjónarmið sé veigamikill þáttur í hlutverki sæstrengja. Bent hafi verið á það á fundi Alþjóða orkumálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn í fyrradag.

„Þar voru sæstrengir kynntir sem öflug leið til að ná markmiðinu um að draga úr losun gróðurhúsa lofttegunda,“ segir Tor Eigil Modne.

 

 

Heimild: RÚV 

Fleira áhugavert: