Arður­inn notaður í upp­bygg­ingu

mbl

FLE

Ástæða þess að eng­in arðgreiðsla er greidd út úr Isa­via til rík­is­ins á þessu ári er sú að nýta á fjár­mun­ina til að hækka eigið fé fé­lags­ins. „Með þessu verður Isa­via bet­ur í stakk búið til að mæta frek­ari fjár­fest­ing­um á kom­andi tím­um,“ seg­ir Ingi­mund­ur Sig­urpáls­son, stjórn­ar­formaður Isa­via við mbl.is.

Ingimundur Sigurpálsson

Ingimundur Sigurpálsson

Ingi­mund­ur bend­ir á að ákvörðunin hafi verið tek­in í sam­ráði við eig­anda fé­lags­ins, en það er ís­lenska ríkið. Seg­ir hann að betri eig­in­fjárstaða geri Isa­via hæf­ara til að sækja sér lán á mörkuðum á hag­stæðari kjör­um, en framund­an eru stór­tæk upp­bygg­ingaráform í Kefla­vík.

Sagt var frá vænt­an­leg­um fram­kvæmd­um Isa­via fyrr í haust á mbl.is, en þá var meðal ann­ars haft eft­ir Guðna Sig­urðssyni, upp­lýs­inga­full­trúa að fé­lagið hefði frá ár­inu 2011 til síðasta árs aukið eigið fé sitt úr 10,9 millj­örðum upp í 17 millj­arða. „Líkt og mörg önn­ur fyr­ir­tæki kom­um við illa út úr banka­hruni með mikl­ar er­lend­ar skuld­ir en við höf­um nýtt tæki­færið til þess að safna upp góðri eig­in­fjár­stöðu og erum vel í stakk búin til þess að fara af stað með þess­ar fram­kvæmd­ir,“ sagði Guðni þá.

Auk fram­kvæmda í Kefla­vík sér Isa­via um rekst­ur og viðhald flug­valla um allt land. Ekki er þó heim­ilt og færa tekj­ur vegna Kefla­vík­ur­flug­vall­ar í upp­bygg­ingu ann­arsstaðar, en ríkið lagði í fyrra til aukið fé í upp­bygg­ingu á nokkr­um flug­völl­um á lands­byggðinni.

Frétt mbl.is: Eng­in arðgreiðsla frá Isa­via

 

Heimild: Mbl

 

Fleira áhugavert: