Of lítið byggt af íbúðarhúsnæði

Rúv

íbúðarhúsnæði

Of lítið er byggt af nýju íbúðarhúsnæði til að mæta eftirspurn. Hagfræðingur hjá ASÍ spáir því að fasteignaverð haldi áfram að hækka.

Byggingakranar blasa víða við á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa nánast alveg horfið fyrstu árin eftir hrun. Fjöldi þeirra segir hins vegar ekki alla söguna. Hagdeild ASÍ bendir á, í nýjustu spá sinni, að fjárhagsstaða heimilanna hafi batnað og eftirspurn og kaupmáttur hafi aukist. Þó sé enn ekki byggt nægilega mikið af íbúðarhúsnæði til þess að halda í horfinu.

Í fyrra var lokið við byggingu 1.149 íbúða en ársþörfin er metin á bilinu 1.500 til 2.000 til nýjar íbúðir. Í fyrra hófust framkvæmdir við einungis 582 nýjar íbúðir og er það fækkun milli ára. Íbúðafjárfesting dróst saman um 13,3 prósent á fyrri hluta ársins. Því er ljóst að mati ASÍ að of lítið er byggt af nýju húsnæði til að mæta eftirspurn. Róbert Farsteveit er hagfræðingur hjá ASÍ.

„Við spáum því að húsnæðisfjárfesting dragist lítillega saman á þessu ári og haldi ekki í við eftirspurn á næstu árum og þar af leiðandi fari íbúðaverð hækkandi,“ segir Róbert.

 

Hvers vegna er ekki byggt nóg af íbúðum?
„Það er gjarnan talað um hjá verktökum að byggingareglugerð sé þannig og lóðaverð sé hátt að það hvetji ekki nægilega til íbúðafjárfestingar.“

Róbert bendir hins vegar á að spá ASÍ geri ráð 19 prósenta vexti í nýbyggingum á næsta ári og 17 prósentum árið 2017. Sú aukning dugi þó ekki til að mæta aukinni eftirspurn.

 

Heimiild: RÚV

Fleira áhugavert: