Sundlaugin á Akureyri – 270 milljóna framkvæmdir

ruv

Sundlaug Aukureyri

Ný rennibraut og endurnýjun á göngusvæðum við sundlaugina á Akureyri mun kosta 270 milljónir króna, samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun bæjarins. Formaður bæjarráðs segir þessar framkvæmdir nauðsynlegar.

Gengið var frá samningi vegna kaupa á nýrri rennibraut fyrir tveimur árum síðan. Þá var talað um að ný rennibraut kostaði 100 milljónir króna. Það átti hinsvegar aðeins við um sjálfa rennibrautina, en ekki vinnuna við að setja hana upp og útbúa svæðið upp á nýtt til að koma henni fyrir, enda er hún stærri en sú sem fyrir er. Sá kostnaður er áætlaður 205 milljónir króna.

 

Kostnaðurinn við sundlaugarsvæðið 270 milljónir í heild

 „Það var ljóst á síðasta ári að kostnaður við uppsetningu og allt í kringum þetta yrði mun meiri. Við gerum ráð fyrir því að á árinu 2016 og 2017 myndum við vera að fjárfesta yfir 200 milljónum vegna þessa og núna það sem gerist á árinu 2016 er að við erum búin að uppfæra þessar tölur fyrir þessi tvö ár, þannig að heildarkostnaður á sundlaugarsvæðinu er áætlaður 270 milljónir króna árið 2016 og 2017,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar.

Hann segir þetta vissulega dýrar framkvæmdir, en nauðsynlegar.

„Þetta er aðdráttarafl á Akureyri fyrir ferðamenn og við viljum að þetta sé falleg og góð laug. Þetta bara er hluti af því að halda henni sem slíkri,“ segir Guðmundur Baldvin.

 

Heimild: RÚV

 

Fleira áhugavert: