Kraf­an um bætta nýt­ingu á orku og upp­bygg­ing í orkuiðnaði

mbl

Tækifæri eru fólgin í Auðlindagarðinum.

Tækifæri eru fólgin í Auðlindagarðinum.

„Kraf­an um bætta nýt­ingu á orku hef­ur auk­ist mikið og upp­bygg­ing í orkuiðnaði síðustu ára­tuga er grund­völl­ur frek­ari sigra í orku­tengdri ný­sköp­un.“ Þetta kom m.a. fram í máli Harðar Arn­ar­son­ar á fundi Lands­virkj­un­ar og Klak Innovit í morg­un um ný­sköp­un í orkuiðnaði.

Fund­ur­inn var hald­inn á Hót­el Natura und­ir yf­ir­skrift­inni „Orkuiðnaður á nýrri öld“. Til­gang­ur fund­ar­ins var að varpa ljósi á þau miklu tæki­færi sem liggja í ný­sköp­un í orkuiðnaði og hvernig best sé að hlúa að ný­sköp­un­ar­um­hverf­inu þannig að úr verði nýtt hug­vit sem eyk­ur verðmæta­sköp­un til framtíðar.

Hörður Arnarson

Hörður Arnarson

Í er­indi sínu sagði Hörður einnig að ork­an væri í raun tak­mörkuð og því þyrfti að nýta hana vel og á fjöl­breytt­an hátt. „Mikl­ar breyt­ing­ar hafa átt sér stað í raf­orkuiðnaðinum, nú er hann orðinn selj­enda­markaður sem skap­ar frek­ari for­send­ur fyr­ir ný­sköp­un,“ sagði Hörður.

Hann sagði jafn­framt að það sem gerst hefði í ný­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi væri hægt að ná fram í orku­geir­an­um. „Lands­virkj­un styður beint við ný­sköp­un í orkuiðnaði bæði með bein­um styrkj­um til ný­sköp­un­ar­verk­efna og til há­skóla í þeim til­gangi að efla há­skóla­nám og rann­sókn­ir á end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um,“ sagði Hörður einnig í er­indi sínu.

Opna dyr fyr­ir frum­kvöðla

Salóme Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Klak Innovit, hélt einnig fram­sögu­er­indi. Í er­indi sínu sagði hún ný­sköp­un meg­in­uppistöðu hagþró­un­ar og ný­sköp­un­ar­um­hverfið sé byggt upp til að styðja við ný­sköp­un og hraða ferl­inu frá hug­mynd til verðmæta­sköp­un­ar.

Í pall­borðsum­ræðum sagði Run­ólf­ur Geir Bene­dikts­son, for­stöðumaður sjáv­ar­út­vegs og er­lendra lán­veit­inga hjá Íslands­banka, að sjáv­ar­út­veg­ur­inn væri kom­inn lengst á veg í ný­sköp­un og það byggðist fyrst og fremst af ára­löngu sam­starfi sjáv­ar­út­vegs­ins við frum­kvöðla „Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in hafa opnað dyrn­ar fyr­ir frum­kvöðla og leyft þeim að prófa sig áfram með sína ný­sköp­un í þeirra um­hverfi. Ef hægt er að læra eitt­hvað af ár­angri í ný­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi þá er þetta góða sam­starf.“

Magnús Þór Ásmunds­son, formaður Sa­máls og for­stjóri Alcoa Fjarðaáls sagði Alcoa hafa inn­leitt ákveðna ör­ygg­is­menn­ingu hér á landi sem síðan er orðin fyr­ir­mynd hjá öðrum fyr­ir­tækj­um. „Upp­bygg­ing orkuiðnaðar á Íslandi hef­ur að miklu leyti verið sam­fara upp­bygg­ingu áliðnaðar og hvor um sig skapað tæki­færi og jarðveg fyr­ir ný­sköp­un í orku- og orku­tengd­um iðnaði“. Hann sagði einnig að það væri mik­il­vægt að auka virðiskeðju áls hér­lend­is. „Álklas­inn var stofnaður með það að leiðarljósi að skapa auk­in verðmæti í grein­inni“.

Tæki­færi í sam­vinnu

Óli Grét­ar Blön­dal Sveins­son, fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­sviðs Lands­virkj­un­ar, sagði að raf­væðing­in hér­lend­is hafi stuðlað að því að við vær­um með sterka innviði. „Þekk­ing hef­ur skap­ast hér­lend­is í upp­bygg­ingu á virkj­un­um og raf­væðingu. Það fel­ast tæki­færi í því að efla tengsl­in við ferðaþjón­ust­una og að virkja nærsam­fé­lagið til að koma með smærri nýt­ing­ar­kosti þannig að sem flest­ir geti nýtt ork­una”, sagði Óli Grét­ar. Enn frem­ur nefndi hann að það fel­ist tæki­færi í því að leyfa orku­fyr­ir­tækj­un­um að vinna bet­ur sam­an til að stuðla að auk­inni hag­sæld.

Hildigunn­ur Thor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­sviðs Orku­veitu Reykja­vík­ur sagði hita­veit­una dæmi um það hversu mik­il­vægt væri að fjár­festa í ný­sköp­un. „Það fel­ast mik­il ný­sköp­un­ar­tæki­færi í snjall­væðingu sam­fé­lags­ins, að nýta og greina gögn sem eru til staðar“.

Sunna Ólafs­dótt­ir Wal­levik hjá þekk­ing­ar- og sprota­fyr­ir­tæk­inu Gerosi­on en fyr­ir­tækið tók þátt í viðskipta­hraðlin­um Startup Energy Reykja­vík árið 2014, sagði að það fæl­ist mik­il verðmæta­sköp­un í vinnslu á úr­gangi frá orku­frek­um iðnaði sem og ann­ars staðar.

Íhalds­sam­ur iðnaður

Magnús Hauks­son er raf­magns­verk­fræðing­ur hjá Mann­viti og verk­efna­stjóri Laka sem er rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki á sviði um­hverf­i­s­vænna orku­lausna lagði áherslu á það að orkuiðnaður væri íhalds­sam­ur: „Þetta er margra ára verk­efni og kall­ar á stuðning til lengri tíma, fjár­mögn­un til lít­illa sprota­fyr­ir­tækja væri orðin betri en það vanti enn fjár­magn til upp­bygg­ing­ar“.

„Það voru raf­stöðvar á öðrum hverj­um bæ áður en rík­is­raf­magnið kom til sög­unn­ar, við erum að reyna að end­ur­vekja þetta með nýrri tækni“, sagði Bjarni Malmquist, stofn­andi BMJ energy, en fyr­ir­tækið tók þátt í Start-up Energy og býður heild­ar­lausn­ir fyr­ir ör­virkj­an­ir, svo­kallaðar heim­araf­stöðvar.

Heimild: Mbl

 

Fleira áhugavert: