Landsvirkjun dregur til baka boðaðar takmarkanir á afhendingu rafmagns

visir

Hætta skömmtun

Ólíkt fyrri árum þá fór Hálslón ekki á yfirfall í sumar. MYND/LANDSVIRKJUN

Landsvirkjun hefur ákveðið að draga til baka boðaðar takmarkanir á afhendingu rafmagns til viðskiptavina í ljósi bættrar miðlunarstöðu eftir mikið innrennsli í miðlunarlón í september. Staða í miðlunum fyrirtækisins í lok ágúst var slæm, sérstaklega í Hálslóni, og í ljósi stöðunnar tilkynnti Landsvirkjun viðskiptavinum með mánaðar fyrirvara að líklega þyrfti að nýta ákvæði í samningum og draga úr raforkuframboði í vetur.

Heildarmiðlunarforði Landsvirkjunar stendur nú í rúmum 93%. Lón á Þjórsársvæði standa nú í 91%. Fylling Blöndulóns er 75%. Fylling Hálslóns er 95%.

Veðurfar yfir vetrarmánuðina mun ráða því hvort takmarka þurfi afhendingu í byrjun næsta árs, segir í tilkynningu Landsvirkjunar.

 

Heimild: Vísir

Fleira áhugavert: