Fanga kolt­víoxíð úr and­rúms­loft­inu og vinna dísi­lol­íu úr því

mbl

Bíl­ar dæla kolt­víoxíði út í loftið. Er­lend fyr­ir­tæki vilja vinna olíu úr gróður­húsaloft­teg­und­inni. Wikipedia

Að minnsta kosti tvö fyr­ir­tæki, eitt í Þýskalandi og annað í Kan­ada, þróa nú aðferðir til þess að fanga kolt­víoxíð úr and­rúms­loft­inu og vinna dísi­lol­íu úr því. Tak­ist að gera aðferðina hag­kvæma væri hægt að jafna út kol­efn­is­fót­spor bif­reiða sem nota slíkt eldsneyti þangað til end­ur­nýj­an­leg­ir orku­gjafa taka al­farið við.

Sú aðferð að vinna eldsneyti úr kolt­ví­sýr­ingi er ekki ný af nál­inni og beit­ir fyr­ir­tækið Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal henni meðal ann­ars til að fram­leiða met­anól úr út­blæstri jarðvarma­virkj­un­ar­inn­ar í Svartsengi.

Tækn­in við að fanga kol­efnið úr and­rúms­loft­inu er hins veg­ar ný og telja fyr­ir­tæk­in Sun­fire í Þýskalandi og Car­bon Eng­ineer­ing í Kan­ada að hún sé nú orðin nógu ódýr til að vera hag­kvæm. Kanadíska fyr­ir­tækið hef­ur byggt til­rauna­stöð sem sog­ar eitt til tvö tonn af kolt­ví­sýr­ingi úr loft­inu og breyt­ir hon­um í 500 lítra af dísi­lol­íu á dag.

Aðferðin krefst mik­ill­ar raf­orku en sé end­ur­nýj­an­leg orka notuð til þess að knýja vél­ar fyr­ir­tækj­anna væri hægt að fram­leiða kol­efn­is­hlut­laust eldsneyti með henni. Útblást­ur bif­reiða sem brenndu ol­í­unni myndi þannig aðeins skila kol­efni út í and­rúms­loftið sem hafði áður verið þar til staðar.

Verði þetta fýsi­legt gæti það auðveldað mönn­um þau um­skipti sem nauðsyn­leg eru til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda hratt til þess að forðast verstu af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga á jörðinni.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: