Hvammvirkjun í Þjórsá í nýtt umhverfis mat .?

Rúv  landsvirkjun

Fimmtán manns hafa sent Skipulagsstofnun athugasemd um að gera eigi nýtt umhverfismat fyrir Hvammsvirkjun. Frestur til að senda inn athugasemdir vegna málsins rann út 28.sept síðastliðinn.

Skipulagsstofnun leitaði einnig álits ellefu opinberra aðila sem gáfu umsögn um málið þegar umhverfismat var unnið fyrir virkjunina en það lá fyrir árið 2003.

Í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir að ef framkvæmdir hefjast ekki innan tíu ára frá því að mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir skuli Skipulagsstofnun meta hvort endurskoða þurfi að hluta eða heild matsskýrsluna áður en leyfi til framkvæmda er veitt.

Leyfisveitendur virkjunarinnar, Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, leituðu eftir því í júlí, þegar Alþingi samþykkti að færa virkjunina úr biðflokki í nýtingarflokk, að Skipulagsstofnun tæki ákvörðun um hvort endurtaka þyrfti matið. Almenningi gafst kostur á að koma athugasemdum á framfæri til stofnunarinnar. Sá frestur rann út í dag.

Bent hefur verið á að forsendur hafi breyst síðan 2003, til að mynda hafi ferðamannastraumur um svæðið aukist

Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjunin verður staðsett á stærsta aflsvæði Landsvirkjunar, Þjórs- og Tungnaársvæðinu, en þar eru fyrir 6 afstöðvar sem virkja kraft þessara tveggja árkerfa.

Fyrirhuguð Hvammsvirkjun mun nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðinsey austan við Þjórsárholt.

Þann 1. júlí 2015 var þingsályktunartillaga um færslu Hvammsvirkjunar úr biðflokki í orkunýtingarflokk samþykkt á Alþingi. Sjá nánar

hvammsvirkjun kort

Staðsetning Hvammsvirkjun – smella kortið til að sjá stærra

Helstu kennistærðir

Vatnasvið (km²)    7.578
Yfirfallshæð Hagalóns (m y.s.)    7.578
Flatarmál Hagalóns (km²)    4.0
Miðlun (Gl)    15,5
Frárennslisgöng (m)    1.500
Frárennslisskurður (m)     1.800
Virkjað rennsli (m³/s)     352
Virkjað fall (m)     32
Afl (MW)     93
Orkugeta (GWh/ári)     720

 

Hvammvirkjun – fyrirhugað útlit

 

Hvammsvirkjun – landsvæði Þjórsár í dag

 

Heimild: RÚV+Landsvirkjun

Fleira áhugavert: