Thorsil úthlutað starfsleyfi í Helguvík

visir

Thorsil kísilmálmverksmiðju í Helguvík 1Umhverfisstofnun gaf út þann 11. september síðastliðinn, starfsleyfi sem heimilar Thorsil ehf. rekstur kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ.

„Veiting starfsleyfisins er mikilvægur áfangi á þeirri leið að gera verksmiðjuna að veruleika. Við hönnun verksmiðjunnar og við val á tækjabúnaði hefur þess verið gætt að nota bestu fáanlega tækni. Nú hafa tvær opinberar stofnanir farið yfir áætlanir okkar varðandi framleiðslutæki og mengunarvarnarbúnað en þessi búnaður uppfyllir ströngustu kröfur sem lög og reglur gera ráð fyrir. Þar af leiðandi hafa þessir sömu opinberu aðilar staðfest að umhverfisáhrif verða vel innan allra æskilegra og leyfilegra marka.“ segir John Fenger, stjórnarformaður Thorsil í tilkynningu. „Með útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi fyrir Thorsil var stigið stórt skref í framfaraátt fyrir atvinnusvæðið og tilkoma verksmiðjunnar mun fjölga atvinnutækifærum á svæðinu til muna. Starfsemin mun og færa Reykjanesbæ og Helguvíkurhöfn árstekjur sem nema rúmum 700 m.kr.“

Í upphafi rekstrarins, sem gert er ráð fyrir að hefjist í byrjun árs 2018, verða framleidd um 54 þúsund tonn af kísilmálmi á ári í tveimur ofnum. Þegar hefur verið samið um sölu á 82% árlegrar framleiðslu til átta og tíu ára. Um 130 manns munu starfa í verksmiðjunni þegar starfsemin hefst árið 2018. Auk fastra starfa í verksmiðju Thorsil mun starfsemin kalla á ýmis afleidd þjónustustörf, svo sem við flutninga, viðhald, verkfræðiþjónustu og fleira. Gert er ráð fyrir á fjórða hundrað ársstörfum á byggingartíma verksmiðjunnar. Áætlað er að framkæmdir við verksmiðjuna hefjist í ársbyrjun 2016.

 

Heimild: Vísir+suðurnes.net

Fleira áhugavert: