Rafmagn unnið úr lághitavatni

Rúv

             Framleiða rafmagn úr hitaveituvatni beint úr krananum

 

Vísindamenn á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar hafa síðastliðið ár unnið að þróun búnaðar sem hægt er að nota til að vinna rafmagn úr lághita.
Fram að þessu hefur þurft blásandi hveri eða hvæsandi borholur til að framleiða rafmagn, svokallaðar háhitavirkjanir. Með þessari nýju tækni er hinsvegar hægt að framleiða rafmagn úr hitaveituvatni beint úr krananum, alveg niður í 60 til 70 gráðu heitu vatni.

Út um allan heim eru borholur eða vatnslindir með vatni sem hingað til hefur verið of kalt til raforkuframleiðslu þannig að nú opnast ný tækifæri.

Landinn bakaði vöfflur með lághitarafmagni

 

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: