Sól­arkís­il­verk­smiðja Hval­f­irðinum – „Eng­inn vill gista í rusla­k­istu“

Heimild:  mbl

 

September 2015

Skúli Mo­gensen, for­stjóri WOW, gagn­rýn­ir áform um nýja kís­il­verk­smiðju harðlega en seg­ir málið þó ekki ein­ung­is snú­ast um Hval­fjörðinn held­ur stóriðju­stefnu Íslands í heild sinni. „Ef við pöss­um okk­ur ekki gæti ímynd Íslands orðið sam­sömuð slíkri vit­leysu,“ seg­ir hann.

Líkt og mbl greindi frá í gær hef­ur Silicor Mater­ials lokið fyrsta stigi hluta­fjár­söfn­un­ar fyr­ir sól­arkís­il­verk­smiðju í Hval­f­irðinum. Fjór­tán millj­arðar eru í höfn en ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóðir eru meðal fjár­festa.

„Við erum núna í ein­stakri aðstöðu á Íslandi,“ seg­ir Skúli. „Viðsnún­ing­ur­inn í efna­hags­líf­inu hef­ur verið með ólík­ind­um. Hann hef­ur átt sér stað á und­an­förn­um árum eft­ir hrun án þess að ein ein­asta nýja virkj­un hafi verið byggð. Án einn­ar ein­ustu stóriðju­fram­kvæmd­ar. Núna erum við að horfa fram á eitt mesta hag­vaxt­ar­skeið í sögu þjóðar­inn­ar og at­vinnu­leysi er í sögu­legu lág­marki. Það er tekju­af­gang­ur hjá rík­is­sjóði og við erum á góðri leið með að verða fyr­ir­mynd­ar­land að mörgu leyti,“ seg­ir Skúli.

„Í því sam­hengi finnst mér sorg­legt að ríkið sé ennþá að niður­greiða orku, fella niður trygg­ing­ar­gjald og með alls kon­ar íviln­an­ir til þess að laða að sér stóriðju. Þvert á það sem ég tel vera aug­ljós­an lang­tíma­hag lands­ins.“

Byggja frek­ar upp hreina ímynd

Skúli seg­ir tæki­fær­in frek­ar fel­ast í því að byggja á nátt­úr­unni og byggja upp hreina ímynd. Það væri já­kvætt fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn, já­kvætt fyr­ir ný­sköp­un, vatnið okk­ar og út­flutn­ing. „Við höf­um frá­bært tæki­færi til þess að byggja á menn­ingu okk­ar, sögu og þess­um aug­ljósu auðævum,“ seg­ir hann og bæt­ir við að alls staðar sé rætt um hreint loft, hreint vatn og mikið lands­svæði sem auðlind­ir 21. ald­ar­inn­ar.

„Þetta er það sem lönd­in sem áttu alla ol­í­una og þessi sögu­legu verðmæti eru að öf­undast útí,“ seg­ir hann.

Ennþá hægt að snúa við blaðinu

Skúli á sjálf­ur jörð í Hval­f­irði og hef­ur ætlað sér að byggja þar vist­vænt hót­el. Aðspurður um áformin nú þegar hluti fjár­mögn­un­ar er í höfn og bygg­ing verk­smiðjunn­ar virðist raun­veru­leg­ur mögu­leiki seg­ir hann það gefa auga­leið að eng­inn muni hafa áhuga á að gista í Hval­f­irðinum ef hon­um verður breytt í „ein­hverja rusla­k­istu.“

„Ég trúi að það sé ennþá hægt að snúa við blaðinu,“ seg­ir Skúli.

Tengd mynd

Fleira áhugavert: