Bakki við Húsavík – Leonhard Nilsen AS bauð rúmlega 2,8 milljarðar í jarðgöng og vegagerð

Rúv

bakki húsavík

Norska félagið Leonhard Nilsen AS átti lægsta tilboðið í jarðgangagerð og vegaframkvæmdir við iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavík. Félagið bauð 2.841 milljón í verkið en það er 1,3 prósenti hærra en áætlun gerði ráð fyrir.

Fjögur félög buðu í jarðgöng og vegagerð en þau hafa öll unnið við jarðagangagerð hér á landi. Norska félagið vann við Almannaskarðsgöng sem voru opnuð um mitt ár 2005. Ístak átti næstlægsta boðið, þar á eftir tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk. Marti Contractors frá Sviss átti hæsta boðið, rúma 3,6 milljarða en áætlaður verktakakostnaður var rétt rúmir 2,8 milljarðar króna. Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar. 

Gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu að framlög ríkissjóðs til framkvæmdanna verði 1,5 milljarður á þessu ári. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að þegar Alþingi hafi veitt iðnaðarráðherra heimild til að semja við Vegagerðina um framkvæmdina var gert ráð fyrir að hún myndi kosta 1,8 króna. Nú sé áætlaður kostnaður 3,1 milljarðar eða 1,3 milljarði hærri.

 

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: