Velta bygg­ing­ar­vöru­versl­ana var góð í sum­ar

mbl

velta byggingar

Mynd: Styrm­ir Kári

Ljóst er af veltu­töl­um bygg­ing­ar­vöru­versl­un­ar að tölu­verður vöxt­ur var sum­ar­mánuðina þrjá; júní, júlí og ág­úst miðað við sama tíma­bil í fyrra. Þessi vöxt­ur end­ur­spegl­ar efa­laust grósku í bygg­inga­fram­kvæmd­um ásamt viðhaldi og fram­kvæmd­um við end­ur­nýj­un hús­næðis. Velta í bygg­inga­vöru­versl­un­um síðustu þriggja mánaða var 10,8% meiri en á sama tíma­bili í fyrra að raun­v­irði.

Rann­sókn­ar­set­ur versl­un­ar­inn­ar grein­ir frá þessu.

Sala á mat og áfengi var held­ur minni í ág­úst síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra en skýr­inga má leita í tíma­setn­ingu versl­un­ar­manna­helg­ar á milli ára. Í fyrra var stærsti versl­un­ar­dag­ur fyr­ir versl­un­ar­manna­helg­ina í ág­úst en í ár fór megnið af helgar­inn­kaup­un­um fram í júlí.

Rann­sókn­ar­setrið bend­ir á að at­hygl­is­vert sé að velta í sölu á skrif­stofu­hús­gögn­um tók mik­inn kipp í ág­úst, við upp­haf skóla­árs­ins. Þannig jókst velta skrif­stofu­hús­gagna um 48,7% að raun­v­irði. „Má því gera ráð fyr­ir að bet­ur fari um marg­ann náms­mann­inn þetta haustið en í fyrra.“ Al­mennt er vöxt­ur í hús­gagna­versl­un á milli ára, þó held­ur hafi dregið úr vext­in­um í ág­úst. Verð á hús­gögn­um var 0,1% lægra í ág­úst en í sama mánuði í fyrra sam­kvæmt verðmæl­ingu Hag­stof­unn­ar.

Raf­tækja­verð lækkaði um­tals­vert

Enn sem fyrr var vöxt­ur í sölu raf­tækja í ág­úst í sam­an­b­urði við söl­una í sama mánuði í fyrra. 7,9% aukn­ing var í sölu minni raf­tækja og um 6,1% í sölu stærri raf­tækja að nafn­v­irði. Árleg hefð er fyr­ir út­söl­um á raf­tækj­um í ág­úst enda jókst velta raf­tækja­versl­ana tölu­vert frá mánuðinum á und­an. Verð á stór­um raf­tækj­um var 13,7% lægra í ág­úst en í ág­úst í fyrra og verð á minni raf­tækj­um 10,4% lægra sam­kvæmt verðamæl­ing­um Hag­stof­unn­ar.

Verðlag á sér­vöru er al­mennt lægra en var fyr­ir ári síðan. Verð á dag­vöru er hins veg­ar 3,5% hærra en fyr­ir ári síðan. Í því sam­bandi er vert að hafa í huga hækk­un á lægra þrepi VSK um síðustu ára­mót og lækk­un vöru­gjalda á raf­tæki og sum­ar bygg­inga­vör­ur.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: