Braut­ar­holt 10-14 verður hót­el eða hótel­íbúðir

mbl

Braut­ar­holt 10-14

Tug­ir iðnaðarmanna eru nú að breyta Braut­ar­holti 10-14 í Reykja­vík í gist­i­rými fyr­ir ferðamenn. Um er að ræða rúm­lega 2.070 fer­metra skrif­stofu­hús­næði.

Fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu, að annaðhvort verði hót­el eða hótel­íbúðir í hús­inu.

Eign­ar­halds­fé­lagið Gaut­ur seldi F fast­eigna­fé­lagi eign­ina í byrj­un þessa árs. F fast­eigna­fé­lag er í eigu Hildu, eign­ar­halds­fé­lags Seðlabank­ans. Sem kunn­ugt er hef­ur Seðlabank­inn sett Hildu í sölu.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: