Kalifornía brennur enn

Rúv

Kalifornía brennur

Ekkert lát er á kjarr- og skógareldum á vesturströnd Bandaríkjanna. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, lýsti á föstudag yfir neyðarástandi í tveimur sýslum í norðanverðu ríkinu, þar sem kjarreldar loga á 260 ferkílómetra svæði suðaustur af höfuðborginni Sacramento.

Þúsundir hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í dag og á fjórða þúsund slökkviliðsmanna er að störfum við erfiðar aðstæður, en svæðið er fjöllótt og víða torfært. 15 hús hafa þegar brunnið til grunna, mun fleiri hafa skemmst og yfir sex þúsund mannvirki eru talin í hættu. Engin dauðsföll eða slys hafa þó orðið í þessum nýjasta stórbruna þar vestra.

Eldar sem kviknuðu í lok júlí loga enn í Sequoia- og Kings-Canyon þjóðgörðunum, sem frægir eru fyrir ævafornar risafurur sínar, þar á meðal risafuruna General Sherman, sem talin er heimsins stærsta tré. Eldarnir eru farnir að teygja sig ansi nærri General Grant-trjálundinum þar sem fjöldi risafura vex, þar á meðal tréð sem lundurinn er kenndur við og telst þriðja stærsta tré jarðar. Risafururnar eru allt að 2.700 ára gamlar.

Um 2.500 slökkviliðsmenn berjast við eldinn, sem logar á ríflega 500 ferkílómetra svæði í þjóðgörðunum.

Spáð er töluverðri rigningu í suðurhluta Kaliforníuríkis á sunnudag. Það er kærkomin tilbreyting frá þeim gríðarlegu hitum og þurrkum sem þar hafa geisað að undanförnu. Það dugar þó skammt gegn þeim mikla vatnsskorti sem herjar á Kaliforníubúa og slær ekekrt á eldhafið mikla norðar í ríkinu.

Fjölmargir skógar- kjarr- og sléttueldar loga meðfram endilangri vesturströnd Bandaríkjanna, allt frá Kaliforníu í suðri til landamæranna við Kanada í norðri. Þá loga einnig stórir eldar í Idaho og Montana, allt að vesturhlíðum Klettafjalla. Sá stærsti nær yfir 1.000 ferkílómetra svæði.

Það er stærsti kjarreldurinn sem nú brennur í Bandaríkjunum. Hann gengur undir nafninu Sóda-eldurinn og er í suðvesturhluta Idaho-ríkis, nærri ríkjamörkum Idaho og Oregon. Vindar hafa verið slökkviliðsmönnum óhagstæðir um helgina, sérstaklega í norðvesturhéruðunum og í norðurhluta Kaliforníu, þar sem hiti hefur einnig verið með mesta móti.

Stórir eldar loga enn í Washington-ríki, Oregon, Idaho, Montana og Kaliforníu. Sumir eldanna hafa logað vikum saman. Fjöldi elda hefur verið slökktur en nýir kvikna jafnharðan í einhverjum mestu þurrkum sem geisað hafa á þessum slóðum um árabil. Tugir íbúðarhúsa hafa brunnið, þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í lengri og skemmri tíma og her slökkviliðsmanna leggur nótt við dag við slökkvistörf.

 

13 milljarðar á viku í slökkvistörf

Skógræktarstofnun Bandaríkjanna ver um eitt hundrað milljónum bandaríkjadala, ríflega þrettán milljörðum króna, í baráttuna við eldana á viku hverri, og nú er svo komið að fjárveitingin sem stofnunin fékk til slökkvistarfa á árinu mun klárast í næstu viku.

Landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, Tom Vilsack, segir að stofnunin neyðist því til að seilast í fjármuni sem ætlaðir eru til eldvarna og annarra verkefna.Hann vinnur nú að tillögu sem hann hyggst leggja fyrir þingið, um að settur verði á fót sérstakur hamfarasjóður á alríkisgrundvelli, sem ætlað er að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af allra stærstu eldunum.

Fulltrúadeild þingsins samþykkti í síðustu viku að heimila Skógræktarstofnuninni að sækja í sérstaka hamfarasjóði þegar hún hefur tæmt sína eigin sjóði. Vilsack segir það fyrirkomulag ekki fullnægjandi, því slökkvistörfin eti upp æ stærra hlutfall þess fjár sem stofnunin hefur til ráðstöfunar. Ríflega helmingur alls fjár sem stofnunin fær fer nú þegar í baráttu við eld. Miðað við þróunina á undanförnum árum gæti það hlutfall hækkað í þrjá fjórðu hluta á næstu tíu árum, að mati ráðherrans, ef ekki verður að gert.

epa04869471 Firefighters confer as the Rocky fire burns near Clearlake, California, USA, 01 August 2015. The fire, one of dozens raging in drought parched Northern California, has destroyed 24 residences and scorched 25,750 acres according to Cal Fire.

Stærsti eldurinn logar á 10.000 hektara svæði norður af Sacramento Mynd: EPA

 

Chelan County Public Utility District workers stand next to a burned structure along State Route Alt. 97 highway Monday, Aug. 17, 2015, outside of Chelan, Wash. Big wildfires threatened the Lake Chelan resort region of central Washington on Monday after

Slökkviliðsmenn við rústir vöruhúss í útjaðri bæjarins Chelan í Washingtonríki. Vöruhúsið, sem geymdi hátt í þúsund tonn af eplum, varð eldi að bráð. Stór hluti bæjarbúa varð að rýma heimili sín vegna eldanna. Mynd: AP

A photographer takes photos of fires along Morgan Valley Road near Lower Lake, Calif., Wednesday, Aug. 12, 2015. Erratic winds fanned a wildfire burning through rugged hills in Northern California on Wednesday, pushing the flames across counties and

Frá Norður-Kaliforníu Mynd: AP

A inmate crew stands on top of a the hill as they fight a fast moving brush fire in the Cajon Pass and into the high desert, Friday, July 17, 2015, near San Bernadino, Calif. The fast-moving flames swept across a Southern California freeway, destroying

Slökkviliðsmenn að störfum í nótt. Mynd: AP – The Orange County Register

FILE - In this June 29, 2015, file photo, Vern Smith walks through the rubble of his still smoldering home, one of some two dozen destroyed in a wildfire the night before, in Wenatchee, Wash. Predictions of an early wildfire season have come true in

Vern Smith gengur um kraumandi rústir heimilis síns í Wenatchee í Washington-ríki. Á þriðja tug húsa í bænum urðu skógareldi að bráð um nýliðna helgi. Mynd: AP

 

 

Heimild: RÚV

 

Fleira áhugavert: