Bygg­ing þriggja turna í Tún­un­um að hefjast

mbl

Mámatúni 1

Mámatúni 1

Fram­kvæmd­ir eru að fara af stað við þrjá turna í Tún­un­um í Reykja­vík og er bygg­ing­ar­kostnaður ekki und­ir 12 millj­örðum króna. Hluti hús­næðis­ins er þegar kom­inn í út­leigu.

Áformað er að hefja fram­kvæmd­ir við 8 hæða fjöl­býl­is­hús í Mána­túni í Reykja­vík í októ­ber. Fram­kvæmd­in þétt­ir byggð á þessu eft­ir­sótta svæði

Það er verk­taka­fyr­ir­tækið Dverg­hamr­ar sem bygg­ir húsið. Það verður 8 hæðir og með 34 íbúðum. Fimm íbúðir verða á hverri hæð á fyrstu 6 hæðunum en á 7. og 8. hæð verða tvær stærri íbúðir, alls fjór­ar íbúðir. Húsið mun tengj­ast bíla­kjall­ara sem fyr­ir er á lóðinni. Um­sókn um fram­kvæmd­ina bíður af­greiðslu hjá bygg­ing­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Höfðtatorg. Svona leit fyrirhugaður íbúðaturn út í fyrri drögum.

Höfðtatorg. Svona leit fyr­ir­hugaður íbúðat­urn út í fyrri drög­um.

Fram kem­ur í um­sókn­inni að svo­nefnd A-rými í hús­inu verði 4.300 fer­metr­ar. Miðað við að ferm. á svæðinu kosti 375 þús. ætti að kosta um 1,6 millj­arða að byggja húsið.

Guðmund­ur R. Guðmunds­son húsa­smiður er ann­ar eig­enda Dverg­hamra. Hann seg­ir Mána­tún 1 verða til­búið vorið 2017 ef allt geng­ur að ósk­um. „Þetta verða að mestu leyti tveggja og þriggja her­bergja íbúðir og þær verða minni en al­mennt ger­ist á svæðinu.“

Höfðatorgs­reit­ur byggður upp

Skammt frá eru að hefjast mikl­ar fram­kvæmd­ir á Höfðatorgs­reitn­um.

Fé­lagið Höfðatorg hef­ur þannig sótt um leyfi hjá bygg­ing­ar­full­trúa í Reykja­vík til að byggja 12 hæða fjöl­býl­is­hús með 94 íbúðum í Bríet­ar­túni. Verður turn­inn við hlið Foss­hót­elst­urns­ins sem var tek­inn í notk­un í júní í sum­ar. Þá hef­ur annað fé­lag, Höfðavík, sótt um leyfi til að byggja 7-9 hæða versl­un­ar- og skrif­stofu­hús, auk kjall­ara á þrem­ur hæðum og tengi­bygg­ingu yfir í H1, hæstu bygg­ing­una á reitn­um.

Bæði fé­lög­in tengj­ast Eykt.

Pétur guðmundsson

Pétur Guðmundsson forstjóri Eykt ehf

Pét­ur Guðmunds­son, for­stjóri Eykt­ar, seg­ir þegar samið um leigu á þrem­ur hæðum í fyr­ir­huguðum skrif­stofut­urni. Hann áætl­ar að sam­an­lagður kostnaður við íbúða- og skrif­stofut­urn­inn sé á ann­an tug millj­arða. Verklok við skrif­stofut­urn­inn séu áformuð haustið 2017 og verklok við íbúðat­urn­inn í lok árs 2017, eða um vorið 2018.

Pálm­ar Krist­munds­son, arki­tekt hjá PK arki­tekt­um, hann­ar hús­in.

Þegar þessu lýk­ur verður einn áfangi eft­ir í upp­bygg­ingu Höfðatorgs­reits­ins. Sá mun kalla á niðurrif nú­ver­andi hús­næðis WOW Air, á horni Bríet­ar­túns og Katrín­ar­túns

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: