Risa­hót­el á Brunas­andi

mbl

Risa­hót­el á Brunas­andi

Unnið er að skipu­lagi og öðrum und­ir­bún­ingi fyr­ir bygg­ingu 200 her­bergja hót­els í landi eyðibýl­is­ins Or­ust­ustaða á Brunas­andi, um 20 kíló­metr­um aust­an við Kirkju­bæj­arklaust­ur. Áætlaður kostnaður er rúm­ir 3 millj­arðar króna.

Hreiðar Hermannsson

Hreiðar Hermannsson

Að verk­efn­inu standa Bygg­inga­fé­lagið Sand­fell og Stracta hót­el sem Hreiðar Her­manns­son stýr­ir. Fyr­ir­tækið rek­ur nýtt hót­el á Hellu og er hug­mynd­in að reisa enn stærra hót­el með svipuðu fyr­ir­komu­lagi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um áform þessi í Morgubnlaðinu í dag.

Hreiðar tel­ur eft­ir­spurn eft­ir stóru hót­eli á Suður­landi sem geti tekið stóra hópa í fjöl­breytta gist­ingu. Seg­ist hafa fundið fyr­ir því við rekst­ur­inn á Hellu. Þangað hafi komið fjöl­menn­ir hóp­ar vegna kvik­mynda­gerðar.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: