Harkalega vegið að lögverndun iðngreina “…kvittum ekki uppá svona skrif af úlfi í sauðagæru”

VEITINGAGEIRINN

sigurdur_mar_Gudjonsson-300x171

Sigurðar Má Guðjónsson

Í nýrri grein Viðskiptaráðs Íslands segir að lögverndun hafi ávallt verið komið á í nafni neytendaverndar en að í reynd beri hún mörg einkenni sérhagsmunagæslu.

„Í krafti lögverndunar geta þeir sem fyrir sitja hækkað verð til viðskiptavina sinna og hindrað aðgengi annarra að sömu störfum. Á sama tíma bendir reynslan ekki til þess að lögverndun leiði til bættrar þjónustu, skrifar starfsmaður Viðskiptaráðs.

Veitingageirinn vildi fá að heyra álit Sigurðar Má Guðjónsson bakara- og kökugerðarmeistara sem er einn manna fróðastur um iðnaðarlögin, en hann skrifaði t.a.m. pistilinn: Lögverndun iðngreina sem vakti mikla athygli.

Skýrsla Viðskiptaráðs sem heitir „Banvænn biti“ er að mínu mati marklítið plagg. En þar er vegið óvenju harkalega að lögverndun iðngreina og því beint til stjórnvalda að þau afnemi hana. Erum við iðnaðarmenn m.a. sakaðir um að vera þrýstihópur sem gætir aðeins hagsmuna fárra. En hvað er Viðskiptaráð Íslands? Er það ekki hagsmunasamtök helstu stórfyrirtækja landsins?

Við skoðun á félagatali þeirra rekur maður augun í nöfn fjölmargra fyrirtækja sem brotið hafa lög og m.a verið sektuð fyrir samráð. Þar eru líka fyrirtæki sem búa yfir ráðandi stöðu á markaði. Fyrirtæki sem lífeyrissjóðirnir okkar fjárfesta í. Var það samráð gert með hagsmuni neytenda að leiðarljósi? Samtök iðnaðarins eru aðili að Samtökum atvinnulífsins sem síðan er aðili að Viðskiptaráði Íslands, og tel ég að það undarlegt að SI og SA mótmæli ekki svona tilefnislausum árásum á iðnaðarmenn í landinu.

Við iðnaðarmenn getum ekki kvittað uppá svona skrif af úlfi í sauðagæru sem er svo með aðsetur innan veggja Hús Atvinnulífins í Borgartúni 35. Í reyndinni hefur lögverndun iðngreina mikla þýðingu fyrir hagsmuni allra; einmitt vegna þess að hún er besta leiðin til að tryggja fagmennsku, sem besta vinnu fyrir hverja krónu, viðhald á mikilvægri verkþekkingu og hún verkar aðlaðandi fyrir ungt fólk i námsleit o.s.frv. Hægt er að vísa til vandaðra og opinberra rannsókna, til dæmis í Þýskalandi, sem sýna þetta líkt og reynslan hér á landi gerir.

„Þá var niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar að starfsfólk í lögvernduðum greinum hefur 28% hærri tekjur en þegar störfin eru frjáls“, segir í grein Viðskiptaráðs.

Ætli ástæða svona villuskrifa liggi einmitt í þessari setningu? Sumir viðskiptaaðilar, svo nota sé hlutlaust orð, vilja ekki, háttlaunaða og velmenntaða iðnaðarmenn. Er það skýringin? Aðeins ódýrt vinnuafl til að hámarka gróðann. Það er eftirtektarvert að þessi grein kemur fram í kjölfar launahækkana í landinu, sagði Sigurður í samtali við veitingageirinn.is og var augljóslega heitt í hamsi vegna skýrslu Viðskiptaráðs.

Heimild: Veitingageirinn

 

Fleira áhugavert: