Orkuframleiðsla í Japan – kjarnorkuver ræst á ný

Rúv

kjarnorkuverinu í Sendai

Mynd: EPA – KYUSHU ELECTRIC POWER COMPANY

Kveikt hefur verið á kjarnaofni í Japan á ný, í fyrsta sinn frá því þeim var öllum lokað í landinu í kjölfar slyssins í kjarnorkuveri í Fukushima árið 2011.

Ofn númer eitt í kjarnorkuverinu í Sendai var gangsettur. Öryggisreglur hafa verið hertar til muna eftir ástandið í Fukushima. Jarðskjálfti og flóðbylgja ollu bræðsluslysum í kjarnorkuverinu 2011, og var í kjölfarið ákveðið að loka öllum orkuveitum knúnum kjarnorku í kjölfarið.

Almenningur í Japan er enn ekki alveg sannfærður um að kjarnorka sé rétta leiðin til þess að framleiða orku í landinu, og voru margir komnir saman fyrir utan kjarnorkuverið í Sendai til þess að mótmæla opnun þess. Japan er hins vegar ekki auðugt af vistvænum orkulindum og hafa því treyst á kjarnorku.

Stjórnvöld vonast til þess að hertar öryggisreglur verði til þess að slys á borð við það sem varð í Fukushima endurtaki sig ekki. Þeirra helstar eru hærri veggir til þess að koma í veg fyrir flóðbylgjur, þar sem það á við, og aðrar auka ráðstafanir gegn mögulegum utanaðkomandi skemmdum.

Fleira áhugavert: