Nýr Landspítali – Hönnun á um 58.500 fer­metr­a meðferðarkjarna á sex hæðum

mbl

Samn­ing­ur­inn hef­ur mjög mikla þýðingu vegna þess að meðferðar­kjarni er flókn­asta og stærsta bygg­ing­in í þess­um klasa á Hring­braut og er lyk­il­atriði í að færa alla bráðastarf­semi und­ir sama þak,“ seg­ir Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans. Hann seg­ir þetta vera meiri­hátt­ar ör­yggis­atriði.

Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigðisráðherra skrifaði und­ir samn­ing við Corp­us hóp­inn um fullnaðar­hönn­un á meðferðar­kjarna vegna bygg­ing­ar nýs Land­spít­ala við Hring­braut. Áætluð heild­ar­stærð meðferðar­kjarn­ans er um 58.500 fer­metr­ar. Bygg­ing­in mun verða á 6 hæðum neðan götu, 5 hæðum ofan götu auk kjall­ara.

Samn­ing­ur­inn er milli Nýs Land­spít­ala ohf. og Corp­us hóps­ins, sem var lægst­bjóðandi í verkið, í útboði sem fram fór síðastliðið sum­ar í sam­ræmi við fjár­lög árs­ins 2015 og lög um skip­an op­in­berra fram­kvæmda, að því er seg­ir í til­kynn­ingu sem Nýr Land­spít­ali hef­ur sent.

Kjarni sjúkra­hús­bráðaþjón­ustu á land­inu

Meðferðar­kjarni er í stuttu máli megnið af þeirri starf­semi spít­al­ans sem snert­ir sjúk­linga með bein­um hætti. Meðferðar­kjarn­an­um, sem verður ríf­lega 58.500 fer­metr­ar á sex hæðum, verður skipt upp eft­ir hæðum. „Þar verður á ein­um stað kjarni sjúkra­hús­bráðaþjón­ustu á land­inu. Á neðstu hæðunum er bráðamót­taka og bráðamynd­grein­ing. Þaðan er farið upp í skurðstof­ur og gjör­gæslu og þaðan á legu­deild­ir,“ seg­ir Páll.

Frá undirritun samningsins í dag. Kristján og Grímur skrifuðu undir samninginn en Dagur og Páll ...

Frá und­ir­rit­un samn­ings­ins. Kristján og Grím­ur skrifuðu und­ir samn­ing­inn en Dag­ur og Páll vottuðu und­ir­skrift­irn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Í meðferðar­kjarn­an­um verður því þunga­miðja bráðastarf­semi spít­al­ans önn­ur en rann­sókn­ir. „Þær verða í rann­sókn­ar­kjarna, sem verður í húsi sem verður byggt við hliðina á og á að rísa um leið en er mun minna og ein­fald­ara í sniðum,“ seg­ir Páll. „Þetta er gleðidag­ur fyr­ir þjóðina. Nú get­ur okk­ar fólk og Corp­us-hóp­ur­inn klárað hönn­un­ina á þessu.“

Eins og áður seg­ir verður meðferðar­kjarn­inn 58.500 fer­metr­ar. Í dag er Land­spít­al­inn í 108 hús­um á 17 stöðum á höfuðborg­ar­svæðinu. Stærstu kjarn­arn­ir eru við Hring­braut, um 60.000 fer­metr­ar, og 33.000 fer­metr­ar í Foss­vogi. Páll seg­ir að megnið af hús­næðinu við Hring­braut verði nýtt áfram, en að spít­al­inn flytji að úr hús­næðinu í Foss­vog­in­um.

Barna­spítal­inn fyrsti áfang­inn

Gagn­rýn­isradd­ir hafa verið uppi um að ekki sé gert ráð fyr­ir fæðing­ar- eða geðdeild í hús­næði nýja spít­al­ans. Páll seg­ir að í því sam­hengi verði að líta til þess að fæðing­ar­deild­in sé þegar ná­lægt Barna­spítala Hrings­ins sem í raun megi líta á sem fyrsta áfang­ann í upp­bygg­ingu nýja spít­al­ans við Hring­braut.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, flutti ávarp við undirskrift samningsins í dag.

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, flutti ávarp við und­ir­skrift samn­ings­ins

„Hins veg­ar hafa komið fram at­huga­semd­ir og við fullnaðar­hönn­un meðferðar­kjarn­ans þá verða aðilar frá kvenna­deild og það verður skoðað mjög vand­lega hvernig verður með best­um hætti hægt að tryggja ör­yggi fæðing­arþjón­ustu og kvenþjón­ustu og samþætta þá þjón­ustu ef nauðsyn kref­ur,“ seg­ir Páll.

„Það verður tæki­færi til að skoða þau mál í loka­hönn­un. Varðandi geðdeild­ina þá er hún þrátt fyr­ir allt næstyngsta stóra bygg­ing Land­spít­al­ans og ætl­un­in er að nota hana áfram. Hins veg­ar er hluti af áformun­um við upp­bygg­ingu á Hring­braut að byggja upp og lag­færa það hús­næði sem áfram verður notað. Ein­hverju verður að breyta með til­liti til breyttr­ar nýt­ing­ar en í öðrum til­fell­um þarf að end­ur­bæta hús­næði. Það gild­ir meðal ann­ars um geðdeild­ar­bygg­ing­una sem þarf að færa nær nú­tím­an­um. Þar er reynd­ar þegar búið að byggja upp eina deild al­gjör­lega, deild geðgjör­gæslu, sem sýn­ir hvernig hægt er að umbreyta hús­næðinu til hins betra. og sem hluti af þessu verk­efni verður rest­in af þeirri bygg­ingu tek­in fyr­ir í fyll­ingu tím­ans. Það kem­ur í kjöl­far ný­bygg­inga.“

Páll seg­ir stefnt að því að sjúkra­hót­elið verði til­búið 2018 og meðferðar- og rann­sókn­ar­kjarn­ar árið 2023.

Vatna­skil við bygg­ingu nýs Land­spít­ala

Samn­ing­inn und­ir­rituðu Kristján Þór og Grím­ur M. Jónas­son frá VSÓ ráðgjöf fyr­ir hönd Corp­us hóps­ins. Fjög­ur fyr­ir­tæki standa að Corp­us hópn­um þ.e. Basalt arki­tekt­ar, Horn­stein­ar arki­tekt­ar, Verk­fræðistofa Jó­hanns Indriðason­ar og VSÓ ráðgjöf.

Í þess­ari viku mun Nýr Land­spít­ali bjóða út verk­fram­kvæmd á sjúkra­hót­eli.  Áætlað er að hefja fram­kvæmd­ir þar í byrj­un nóv­em­ber og mun það rísa á Hring­braut­ar­lóðinni norðan kvenna­deild­ar Land­spít­al­ans, seg­ir enn­frem­ur.

Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigðisráðherra seg­ir að í dag hafi orðið ákveðin vatna­skil í upp­bygg­ingu Land­spít­al­ans við Hring­braut. Hann sagði að meðan Alþingi og Reykja­vík­ur­borg breyttu ekki af­stöðu sinni til máls­ins þá yrði þessu verki haldið áfram. „Þessi samn­ing­ur núna mark­ar ákveðin vatna­skil að því leyt­inu til að við erum að taka mjög stórt skref. Á sama degi fáum við af­greitt í sam­starfs­nefnd um op­in­ber fjár­mál útboð bygg­ing­ar sjúkra­hót­els. Þessi dag­ur mark­ar tíma­mót því í þessu verki,“ seg­ir Kristján Þór.

Grím­ur M. Jóns­son fer fyr­ir Corp­us­hópn­um sem mun hanna nýja meðferðar­kjarn­ann. Til­boð hóps­ins í hönn­un­ina var und­ir þeim áætl­un­um sem gerðar höfðu verið vegna útboðsins. Hann á von á að verkið verði til­búið til útboðs vorið 2018.

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *