Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um 2,3 milljarða á fyrri hluta ársins

Rúv

Nesjavallavirkjun

Nesjavallavirkjun

Orkuveita Reykjavíkur var rekin með 2,3 milljarða króna hagnaði á fyrrihluta árs. Það er um einum og hálfum milljarði króna minna en hagnaður fyrirtækisins á fyrrihluta árs 2013 og 2014 en mun betra en árin þar á undan þegar það var rekið með tapi.

 Mesti munurinn í rekstri er að rafmagnskaup og -flutningur eru 28 prósentum hærri en í fyrra. Rekstrartekjur Orkuveitunnar hækkuðu um tvo milljarða króna milli ára.

Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að árangurinn af Planinu, áætlun stjórnar Orkuveitunnar um að tryggja fjárhag fyrirtækisins, sé betri en að hafi verið stefnt. Þannig hafi stjórn fyrirtækisins lagt upp með það í apríl 2011 að staða fyrirtækisins batnaði um 45 milljarða króna til miðs árs 2015. Raunin sé sú að fjárhagsgrundvöllur fyrirtækisins sé 52 milljörðum betri en fyrir fjórum árum.

Minni fjárfestingar í veitukerfum og víkjandi lán frá eigendum skila um helmingi bættrar afstöðu samkvæmt Planinu. Eignasala skilar sautján prósentum og auknar tekjur vegna gjaldskrárhækkana sextán prósentum. Rekstrarkostnaður er fimm milljörðum lægri en ella á tímabilinu og skilar tíu prósentum bættrar afkomu.

 

Heimild: Rúv

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *