Ef væmni er það sem þarf…

mbl

Þórður Víkingur Friðgeirsson verkfræðingur og lektor við HR

Þórður Víkingur Friðgeirsson verkfræðingur og lektor við HR

Nú­vit­und gæti verið ein leiðanna út úr stöðugri framúr­keyrslu í kostnaði við op­in­ber verk­efni og einnig komið í veg fyr­ir að fólk fyll­ist af streitu og brenni út í starfi korn­ungt.

Þetta seg­ir Dr. Þórður Vík­ing­ur Friðgeirs­son, lektor við tækni- og verk­fræðideild Há­skól­ans í Reykja­vík sem var einn fyr­ir­les­ara á náms­stefnu und­ir yf­ir­skrift­inni The Mind­ful Lea­ders­hip revoluti­on í Hörpu í gær. Í fyr­ir­lestr­in­um sýndi Þórður Vík­ing­ur gröf tengd rann­sókn­um sín­um á kostnaði við op­in­ber­ar rann­sókn­ir til að und­ir­strika að framúr­keyrsla í kostnaði or­sakaðist ekki af skorti á þekk­ingu eða lé­legri aðferðafræði eins og marg­ur myndi halda.

„Gröf­in sýna að við erum sí­fellt og á öll­um tím­um að glíma við framúr­keyrslu í kostnaði, sum­um þætti það kannski bara skilj­an­legt og að vanda­málið fel­ist í því að við séum ekki með nógu góðar aðferðir en það pass­ar ekki. Ef það væri til­fellið væri mis­mun­ur­inn jafndreifður, stund­um vanáætlaður og stund­um ofáætlaður en hann er eig­in­lega alltaf vanáætlaður,“ seg­ir Þórður við mbl.is eft­ir fyr­ir­lest­ur sinn.

Hann seg­ir að 90 pró­sent lík­ur séu á því að stór op­in­ber fram­kvæmd á Íslandi fari fram úr kostnaði og að það sé þjóðfé­lags­mein þar sem hinn aukni kostnaður lendi á skatt­borg­ur­um.

Það var þétt setið í Silfurbergi í gær.

mbl.is/ Styrm­ir

„Ástæðan er ekki sú að okk­ur skorti verk­fræðileg­ar aðferðir held­ur hvernig haus­inn á okk­ur virk­ar. Það eru meiri lík­ur á vanda­mál­um í verk­efn­um í dag held­ur en fyr­ir 30 árum þrátt fyr­ir all­ar fram­far­irn­ar sem orðið hafa.“

Bylt­ing leidd af kon­um

Þórður seg­ir streitu, spennu, sam­keppni og áþekka álags­vald­andi þætti mynda óheil­brigt ástand á vinnu­stöðum. Því sé áhuga­vert að beina hug­ræn­um aðferðum inn á svið viðskipt­anna og verk­fræðinn­ar til að fólk nái betri teng­ingu við sjálft sig og til að ein­beita sér bet­ur í heimi sem ein­kenn­ist af hraða, spennu og að hafa mörg járn í eld­in­um.

„Stund­um tal­ar fólk um nú­vit­und í lít­ilsvirðing­ar­tón, eins og þetta séu gervi­v­ís­indi, en staðreynd­in er sú að bæði rík­is­stjórn­ir, eins og sú danska, og fyr­ir­tæki á borð við Google, Apple og Face­book eru far­in að beita þess­um aðferðum til að ráða bót á þess­um vanda.“

Sálfræðingurinn og núvitundarsérfræðingurinn Shauna Shapiro var helsti fyrirlesari námsstefnunnar en hún hefur m.a. unnið með ...

Sál­fræðing­ur­inn og nú­vit­und­ar­sér­fræðing­ur­inn Shauna Shap­iro var helsti fyr­ir­les­ari náms­stefn­unn­ar en hún hef­ur m.a. unnið með Google og rík­is­stjórn Dan­merk­ur. mbl.is/​Styrm­ir

Þórður Vík­ing­ur seg­ir nú­vit­und­ar-bylt­ing­una mikið til leidda af kon­um og að það sé enn ein staðfest­ing­in á því að kon­ur séu að verða fyr­ir­ferðarmeiri inn­an stjórn­un­ar­fræðinn­ar og færa með sér nýj­ar hug­mynd­ir og gildi.

„Mér finnst það ótrú­legt fagnaðarefni, það hef­ur vantað fleiri kon­ur í stjórn­un af skyn­sem­is­ástæðum hvort sem okk­ur körl­um lík­ar það bet­ur eða verr“ seg­ir Þórður og vís­ar í að kon­ur í helstu stjórn­un­ar­stöðum stór­fyr­ir­tækja hafi verið sjald­séðir hvít­ir hrafn­ar fyr­ir fjár­mála­hrunið 2008. „Hrunið var alla­vega ekki kon­um að kenna enda eng­in kona meðal helstu leik­enda þar. Það var mjög eins­leitt og óheil­brigt and­rúms­loft sem leiddi til þess að all­ir töpuðu.“

Starfs­menn sem blómstra vinna bet­ur

Þórður seg­ir viðtök­urn­ar við náms­stefn­unni í Hörpu sýna undiröld­una sem sé til staðar í ís­lensku viðskipta­lífi. Seg­ir hann að þau ís­lensku fyr­ir­tæki sem hvað oft­ast séu nefnd sem fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki, t.d. Össur, Mar­el og Plain Vanilla virðist öll hafa áhuga á að nýta sér hug­ræn­ar aðferðir eins og nú­vit­und með ein­um eða öðrum hætti til að ná betri ár­angri.

„Einu sinni átti stjórn­and­inn að vita allt. Hann gaf fyr­ir­mæli, skrifaði þau á blað og rétti það þeim sem átti að fram­kvæma. Fyr­ir­tæki voru mjög stig­skipt en veld­ispýra­míd­inn er víkj­andi stjórn­un­ar­fyr­ir­komu­lag að mín­um dómi. Núna sjá­um við í vax­andi mæli verk­efni þar sem leiðtogi inn­an verk­efn­is­ins hjálp­ar öðrum í teym­inu að ná ár­angri,“ seg­ir Þórður.

„Þetta er allt öðru­vísi hugs­un­ar­hátt­ur. -Þú átt að gera það sem ég segi þér að gera- á móti -Ég ætla að tryggja að þér líði vel af því að þá munt þú vinna bet­ur fyr­ir mig-. Þó þetta sé sé ein­föld­un er þetta sú stefna sem öll fram­sæk­in fyr­ir­tæki eru far­in að til­einka sér í vax­andi mæli.“

Væmn­in í góðu lagi

Þórður seg­ir það að líkja nú­vit­und við bólu vera eins og að líkta in­ter­net­inu við bólu. Það geti eng­inn horft fram­hjá því að streita, kvíði og kuln­un í starfi hafi aldrei verið al­geng­ari en í dag. Nú­vit­und sé eitt mest rann­sakaða svið fé­lags­vís­ind­anna í dag og að ekk­ert veki meiri spennu.

En er þetta ekki allt voðal­egt til­finn­inga­hjal og væmni?

„Ef það er það sem þarf er það í góðu lagi,“ seg­ir Þórður ákveðinn. „Við erum að eiga við raun­veru­legt ástand og get­um ekki haldið áfram að missa fólk sem er nán­ast út­brunnið af streitu korn­ungt. Við erum vit­an­lega ekki að tala um að stjórn­un­araðferðir sem hafa verið notaðar lengi séu út­relt­ar og að við þurf­um öll að fara að hug­leiða sjálf okk­ur og lífið all­an dag­inn. Við erum ekki að kasta neinu af því sem hef­ur virkað vel fyr­ir róða, við erum bara að taka nýja hluti og gera þá gömlu enn betri með þeim.“

 

Heimlild: Mbl

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *