Fjölg­un starfa 9-22 þúsund til 2018

mbl

Fjölg­un starfa

Bú­ast má við að þörf sé á tals­verðu inn­fluttu vinnu­afli á kom­andi árum. mbl.is/Ó​mar

Að und­an­förnu hef­ur vinnu­markaður­inn sótt í sig veðrið eft­ir mikla niður­sveiflu árin 2008 – 2010. Á ár­un­um 2010 – 2014 fjölgaði starf­andi fólki um rúm­lega 10.000 og á öðrum árs­fjórðungi í ár var at­vinnu­leysi 5%, sam­an­borið við 5,9% á sama tíma í fyrra. Á næstu þrem­ur árum má bú­ast við að rúm­lega 4.000 manns muni flytja til lands­ins til að fylla þau störf sem munu skap­ast á kom­andi árum. Þetta kem­ur fram í markaðspunkt­um grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka.

Seg­ir þar að merki sjá­ist víða um að vinnu­markaður­inn sé að batna, en mikið hef­ur borið á því að veit­inga­hús og versl­an­ir séu að leita að starfs­fólki og um síðastliðna helgi spönnuðu at­vinnu­aug­lýs­ing­ar í Frétta­blaðinu 23 blaðsíður, sam­an­borið við 17 hinn 23 ág­úst í fyrra. Ef fram held­ur sem horf­ir mun þessi þróun halda áfram, þó at­vinnu­leysið muni lík­lega ekki fara mikið neðar en það er nú, seg­ir grein­ing­ar­deild­in.

Sam­kvæmt grein­ing­unni þarf fólki á vinnualdri að fjölga til að þetta gangi upp, bæði að stór­ir ár­gang­ar komi inn á vinnu­markaðinn og að aðflutt­ir verði fleiri en brott­flutt­ir, en sam­kvæmt spá Seðlabank­ans mun starf­andi ein­stak­ling­um fjölga um sam­tals 13.000 fram til árs­ins 2018.

4.000 inn­flutt störf á næstu árum

Á sama tíma er spáð að mannafl­inn auk­ist um 11.500 ein­stak­linga. Á tíma­bil­inu ger­ir Hag­stof­an ráð fyr­ir að 63% af fólks­fjölg­un verði til kom­in vegna fæddra um­fram dána og hin 37% vegna aðfluttra um­fram brott­flutta. Ef gert er ráð fyr­ir að mannafl­inn skipt­ist eins, munu því rúm­lega 4.000 manns flytja til lands­ins og koma inn í mannafl­ann fram til árs­ins 2018.

Í grein­ingu bank­ans er sett upp bjart­sýn og svart­sýn sviðsmynd af fjölg­un ferðamanna á kom­andi árum. Í bjart­sýna dæm­inu, þar sem ferðamönn­um mun áfram fjölga hratt, en þó með minnk­andi hraða, mun ferðaþjón­ust­an skapa yfir 2.000 ný störf ár­lega á næstu tveim­ur árum. Í hinu dæm­inu þar sem störf­um fjölg­ar ekki eins hratt með ferðamönn­um og það dreg­ur veru­lega úr fjölg­un starfa í ferðaþjón­ustu, mun störf­um samt fjölga um 400 árið 2018.

9 þúsund til 22 þúsund ný störf

Sé þessi fjölg­un yf­ir­færð á vinnu­markaðinn í heild sinni og bor­in sam­an við spá Seðlabank­ans má sjá að sam­kvæmt svart­sýnni sviðsmynd Grein­ing­ar­deild­ar bank­ans mun störf­um fjölga um rúm­lega 9.000 til árs­ins 2018, 22.000 sam­kvæmt bjart­sýnni sviðsmynd­inni, en 13.000 sam­kvæmt spá Seðlabank­ans eins og áður seg­ir.

Seg­ir grein­ing­ar­deild­in að út frá þessu megi ráða að ef vöxt­ur ferðaþjón­ust­unn­ar held­ur áfram sem horf­ir muni þurfa að flytja inn er­lent vinnu­afl í stór­um stíl, nema at­vinnuþátt­taka auk­ist mun meira en hef­ur áður þekkst.

 

Heimild: Mbl

 

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *