Félag pípulagningameistara

Félag pípulagnameistara1

 

KYNNING:  Það er ekki að ástæðulausu að við brýnum fyrir fólki að leita til

meistara og fagmanna þegar vanda skal til verks.

 

                             SAMFÉLAGSMIÐLAR                                WWW         

Félag Pípulagningameistara     5301696189    Félagasamtök

 

 

Það er ekki að ástæðulausu að við brýnum fyrir fólki að leita til meistara og fagmanna þegar vanda skal til verks.

Á hverju ári leitar fjöldi fóllks til Félags pípulagningameistara sem lent hefur í fjárhags- og eignatjóni vegna óvandaðra vinnubragða. Slík tilfelli hafa oftast nær verið rakin til manna sem hvorki voru fagmenn né höfðu réttindi til verksins. Við teljum því fulla ástæðu til að hvetja landsmenn að fela meisturum og fagmönnum að vinna verkin.

Meistarar og fagmenn hafa tilskilda menntun og réttindi á sínu sviði.
Þeir veita viðskiptavinum ráðgjöf og aðstoð við efnisval. Þeir gera ígrundaðar kostnaðaráætlanir og tilboð. Þeir nota einungis efni sem standast kröfur um gæði. Þeir vinna fagmannlega og snyrtilega. Þeir veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu.

Kostir þess að skipta við meistara og fagmenn.

Gæðin trygg.
Ábyrgð meistara í byggingariðngreinum er lögbundin*. Það eitt er ótvíræð gæðatrygging fyrir viðskiptavininn svo fremi að hann skipti við meistara og fagmenn sem hafa til þess tilskilin réttindi.

Meistarar í löggiltum byggingariðngreinum þurfa að vera skráðir á allar nýbyggingar og ábyrgð þeirra er lögbundin samkvæmt Skipulags- og byggingalögum.

Heilræði til verkkaupa
Eigið aðeins viðskipti við löggilta meistara og fagmenn. Upplýsingar um þá fást hér á vefnum og í síma félagsins, 552 9744.
Viðhafið aðeins löglega viðskiptahætti, það borgar sig. Húseigendur eiga rétt á 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts út árið 2014 af vinnu við verklegar framkvæmdir.

Verið meðvituð um gildi uppáskriftar meistara

 

 

 

GAGNVIRK UPPLÝSINGARSÍÐA SEM EIGANDI FORSÍÐUREITS GETUR STJÓRNAÐ OG HEFUR ÁHRIF Á. HÆGT AÐ KYNNA T.D. NÝJA FRAMLEIÐSLU/ÞEKKINGU OG/EÐA ÞAÐ SEM EIGANDI VILL KOMA Á FRAMFÆRI, MISJAFN UPPLEGG HÁÐ STARFSEMI. ALLIR GETA DEILT ÞESSARI SÍÐU Á SAMFÉLAGSMIÐLANA MEÐ EINU “KLIKKI”, VATNSIÐNAÐUR DEILIR MÁNAÐARLEGA.

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *