Reykjavík Geothermal

visir

 Reykjavik Geothermal ehf

30.júlí 2015

Hér má heyra frétt og viðtal við Guðmundur Þóroddsson forstjóri

Reykjavík Geothermal í eþíópíu 1

 

Íslenskt jarðvarmafyrirtæki stendur í ströngu í Eþíópíu og hefur komið að þróun risavaxins jarðvarmaraforkuvers sem fullklárað mun kosta jafnvirði 260 milljarða króna. Fyrirtækið er einnig með verkefni í farvatninu í Karabíska hafinu og Mexíkó

Á mánudaginn var skrifað undir samning milli stjórnvalda í Eþíópíu og Corbetti Geothermal kaup á raforku úr nýrri jarðvarmavirkjun sem mun rísa í Oromia héraðinu í Eþíópíu.

Corbetti er í eigu íslenska jarðvarmafyrirtækisins Reykjavík Geothermal sem hefur þróað virkjunina á undanförnum fimm árum. Fullkláruð mun hún kosta tvo milljarða dollara, jafnvirði 260 milljarða króna og afkasta 500 megavöttum af raforku. Eþíópísk stjórnvöld munu greiða 7 og hálfan dollara fyrir kílóvattstundina fyrir rafmagnið úr virkjuninni í Oromia héraðinu. Reykjavik Geothermal er svo með annað verkefni í Eþíópíu af svipaðri stærðargráðu í þróun. Hagnaður af raforkusölu vegna þessara verkefna mun hlaupa á milljörðum króna í fyllingu tímans.

„Við erum búnir að vera þarna frá 2010 og Eþíópíumenn eru raunar að þróa mörg verkefni sjálfir en þetta er fjölmenn þjóð, það búa 80 milljónir manna þarna. Það er mikill orkuskortur þarna og þar fyrir utan er mikill orkuskortur í Austur-Afríku og þar er verið að tengja saman raforkusvæði þannig að þetta er að verða einn stór raforkumarkaður,“ segir Guðmundur Þóroddsson forstjóri Reykjavik Geothermal.

Reykjavík Geothermal var stofnað 2008 og er í eigu bandarískra fjárfesta. Starfsmennirnir eru Íslendingar og það er íslenskt hugvit sem hefur komið að þróun þessara verkefna í Eþíópíu.

„Fyrir utan okkur starfa margar verkfræðistofur og sérfræðingar hér á landi að þessum verkefnum og íslenskt hugvit er leiðandi í þeim,“ segir Guðmundur.

Reykjavik Geothermal er með fleiri stór verkefni í farvatninu,

„Við erum komnir á svipaðan stað með verkefni í St. Vincent í Karabíska hafinu og annað verkefni í Mexíkó.“

 

Heimild: Vísir

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *