Bandaríska sendiráðið í Höfuðstöðvar Ístak – Engjateig 7

Rúv

Engjateigi 7 breytt í sendiráð fyrir 4 ma.

Bandaríska sendiráðið og ÍSTAK hafa gert með sér samkomulag um að verktakafyrirtækið breyti gömlum höfuðstöðvum sínum við Engjateig 7 fyrir 4 milljarða fyrir nýtt sendiráð Bandaríkjanna hér á landi. Þar með er ljóst að bandaríska sendiráðið er á förum frá Laufásvegi.

Þetta kemur fram í tilkynningu ÍSTAKS til Kauphallarinnar. Bandaríska sendiráðið hefur verið við Laufásveg síðan á fimmta áratug síðustu aldar.

Sendiráðið hefur síðastliðin áratug leitað að hentugu húsnæði og skrifaði á síðasta ári undir viljayfirlýsingu um að kaupa gamlar höfuðstöðvar ÍSTAKS sem hafa staðið tómar við Engjateig 7.

Robert Barber

Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi sendiráðsins, staðfestir í samtali við fréttastofu að þessi kaup hafi nú gengið í gegn – framkvæmdir hefjist í næsta mánuði og að þær kosti í kringum um 4 milljarða eins og kemur fram í tilkynningu ÍSTAKS. „Það þarf að endurnýja allt að innan og þá þarf húsnæðið að uppfylla ákveðnar öryggiskröfur sem sendiráð gera.“ Sendiráðið ráðgerir að flytja inn í nýtt húsnæði eftir þrjú ár.

Það er aftur á móti ekki víst að nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Robert Barber, fái að njóta nýja staðsins. Því forsetakosningar eru í Bandaríkjunum á næsta ári sem þýðir að allir sendiherrar landsins þurfa að sækja sér staðfestingu hjá nýjum forseta – hvort sem hann kemur úr röðum repúblíkana eða demókrata.

Mynd með færslu

Heimild: RÚV

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *