Heitt vatn til húshitunar gæti þrotið

Rúv

Ef ekki er að gætt kann að verða skortur á heitu vatni til húshitunar í framtíðinni. Vinnslan er ekki sjálfbær, hún er námuvinnsla, segir Gunnlaugur H Jónsson eðlisfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Orkustofnunar.

Hér má heyra viðtalið

Heitt vatn til húshitunar gæti þrotið

 

Gunnlaugur H. Jónsson

Gunnlaugur H. Jónsson, eðlisfræðingur og fyrrum starfsmaður Orkustofnunar

Jarðvarminn í Henglinum er ofnýttur og aflið dvínar ár frá ári. Með því er miklum hagsmunum komandi kynslóða stefnt í hættu, því haldi þessi þróun áfram kemur að því að ekki verður til nægur jarðvarmi til húshitunar á höfuðborgarsvæðinu eða á Suðurnesjum.

Gunnlaugur skrifaði grein í Fréttablaðið og kallaði hana Rammaáætlun á villigötum. Hann telur mikil mistök hafa verið í meðferð Rammaáætlunar á háhitasvæðum, sem hafi opnað fyrir of ágenga nýtingu þeirra. Nýting á svæðunum sem hann fjallar um sé ekki sjálfbær, heldur sé hún í raun námuvinnsla, það eyðist þá sem af er tekið. Því þurfi að hægja á vinnslunni en ekki auka hana.

 

Heimild: RUV

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *