Hægðum breytt í vatn og rafmagn á 5 mínútum – Bill Gates

mbl

kúkavél

Bill Gates

Bill Gates lét fram­leiða vél sem get­ur breytt hægðum í vatn eða raf­magn og nú hef­ur hann látið prófa hana í borg­inni Dak­ar í Senegal. Mark­miðið er að draga úr sjúk­dóma­hættu og auka aðgengi manna að vatni.

Vél­in nefn­ist Omni Process­or en Gates vakti at­hygli á henni fyrr á ár­inu þegar hann birti mynd­band af sér að drekka vatn sem vél­in hafði fram­leitt. Í mynd­band­inu kem­ur fram að vatnið sem Gates er að drekka hafi verið hægðir ein­ung­is fimm mín­út­um áður.

Í Dak­ar búa um 3,4 millj­ón­ir manna en um þriðjung­ur þeirra hef­ur ekki aðgang að skólp­kerfi borg­ar­inn­ar. Í staðinn eru hægðirn­ar geymd­ar í tönk­um en marg­ir eiga ekki kost á því að fá sér­staka þjón­ustu til að tæma tank­ana og gera það því sjálf­ir með til­heyr­andi sjúk­dóma­hættu.

Bill og Melindu Gates sjóður­inn fjár­festi ný­lega í fyr­ir­tæk­inu Janicki til þess að vinna bót á ástand­inu en fyr­ir­tækið hannaði vél­ina og hef­ur nú komið einni fyr­ir í Dak­ar. Vél­in sér um að hreinsa úr­gang­inn þannig úr verður drykkjar­hæft vatn. Þá umbreyt­ir vél­in úr­gang­in­um einnig í raf­magnið sem hún geng­ur fyr­ir.

Prufu­keyrsl­unni er nú nán­ast lokið og Gates seg­ir niður­stöðurn­ar lofa góðu. Þá er mark­miðið að koma sam­bæri­leg­um vél­um fyr­ir í fleiri borg­um.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *