325 ný hótelherbergi í byggingu við Laugaveg

kjarninn

laugavegur 34-36

Laugavegur 34-36

325 hótelherbergi munu bætast við á Laugaveginum á næstunni. Unnið er að stækkun þriggja hótela og byggingu tveggja nýrra hótela.

Hótelin þrjú sem verða stækkuð eru Hótel Alda á Laugavegi 66-68, CenterHótel Skjaldbreiður á Laugavegi 16 og CenterHotel Miðgarður við Hlemm. Fjölgun herbergja í þessum þremur stækkunum nemur rúmlega 150 hótelherbergjum.

Þá er verið að byggja 60 herbergja hótel við Laugaveg 34-36 en það verður opnað sumar 2016. Einnig er í byggingu hótel á vegum Hilton keðjunnar á Hljómalindareitnum við Laugaveg og Hverfisgötu. Þar verða 115 hótelherbergi.

Samtals eru þetta því 325 hótelherbergi við Laugaveg.

Arkitektar á laugavegs 34-36 eru Arkþing ehf.

 

Heimild: Kjarninn + Arkþing

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *