„Brjálæðistilling Teslu“ – 2,5 s í 100 km/klst.

Heimild:  mbl

 

Ágúst 2015

tesla

Tesla Model S. Mynd/​Tesla motors

Bíla­fyr­ir­tæki frum­kvöðuls­ins Elon Musk, Tesla motors í Bandaríkunum, náði að gera Tesla Model S bíl­inn það kraft­mik­inn að hröðun frá 0 upp í 100 kíló­metra hraða á klukku­stund tók aðeins 3,2 sek­únd­ur. Flest­ir hefðu ör­ugg­lega verið sátt­ir með þá vel­gengni, sér­stak­lega í ljósi þess að um 2,2 tonna raf­magns­bíl væri að ræða. En ekki Elon Musk. Hann setti markið hærra og ný­lega var kynnt nýj­asta upp­færsla bíls­ins.

Áður hafði Model S týp­an búið yfir svo­kallaðri brjálæðis­still­ingu (e. insa­ne mode) sem nýtti þá alla mögu­leika vél­ar­inn­ar og þeytti bíln­um af stað á þess­um gríðarlega hraða. Það sem var sér­stak­lega eft­ir­tekta­vert er að mesta hröðunin kom al­veg í byrj­un, sem var mun­ur­inn á mögu­leika raf­magns­bíls­ins á móti bens­ín­bíln­um.

Í dag sjást Tesla bílar orðið á Íslandi en ON hefur verið að setja upp hleðslustöðvar og kynna möguleika rafbíla.

Elon Musk

En brjálæðis­still­ing­in var ekki nóg og í vik­unni kynnti Musk fá­rán­leik­astill­ing­una (e. ludicrous mode). Með þess­ari upp­færslu var raf­hlöðupakki bíls­ins upp­færður úr 85 kíló­vatts­stund­um í 90 kíló­vatts­stund­ir og seg­ir Tesla að báðar vél­ar bíls­ins muni nú skila sam­tals 762 hest­öfl­um. Þá seg­ir fyr­ir­tækið að hröðunin upp í 100 kíló­metra hraða á klukku­stund taki nú aðeins 2,8 sek­únd­ur, eða 0,4 sek­únd­um styttri tíma en áður.

Hægt verður að fá nýju still­ing­una fyr­ir 13 þúsund dali auka­lega í nýj­um Model S bíl­um, en einnig munu nú­ver­andi eig­end­ur bíls­ins geta fengið upp­færsl­una á hálf­virði.

Musk sagði við sama tæki­færi frá því að fá­rán­leik­astill­ing­in verði einnig í boði fyr­ir nýja teg­und af Tesla bíl­um, sjö manna bíl­inn sem geng­ur und­ir nafn­inu Model X.

Blaðamenn BBC sem skrifuðu um þessa breyt­ingu velta hins veg­ar fyr­ir sér hvað sé næsta skref hjá Musk, sem hingað til hef­ur komið með hverja vör­una á fæt­ur ann­arri sem heill­ar heims­byggðina. Spyrja þeir sig hvort það verði furðulega still­ing­in (e. biz­ar­re mode).

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *