102 stúdentaíbúðir munu rísa við Brautarholt

Rúv

Mynd með færslu

Fyrsta skóflustungan hefur verið tekin að nýjum stúdentagörðum í Brautarholti. Þar á að reisa tvö hús og í þeim verða 102 námsmannaíbúðir. Stefnt er að því að húsin verði tilbúin í ágúst 2016.

Það voru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs, sem tóku fyrstu skóflustunguna að nýju byggingunum. Reykjavíkurborg ætlar að auka framboð húsnæðis fyrir alla samfélagshópa og tekur þar á meðal þátt í byggingu 400 námsmannaíbúða.

90% af kostnaði við að reisa garðana í Brautarholti verða fjármögnuð með láni frá Íbúðarlánasjóði. Félagsstofnun stúdenta greiðir svo það sem vantar upp á.

800 námsmenn voru á biðlista eftir húsnæði síðastliðið haust að úthlutun lokinni. Í dag eru 1.100 námsmannaíbúðir á höfuðborgarsvæðinu og í þeim búa um 1800 manns.

 

Brautarholt 7. Þar munu rísa vandaðar litlar leiguíbúðir fyrir stúdenta.Byggingin um hádegi.Byggingin séð seinnipartinn.Morgunverður úti í Brautarholti 7.

Heimild: RÚV + Reykjarvíkurborg

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *