Yrði dýpsta sundlaug í heimi ..Bretlandi

mbl

Yrði dýpstu laug í heimi ..há­skól­inn í Essex

Teikn­ing af því hvernig sund­laug­in gæti litið út. Af vef Há­skól­ans í Essex

Há­skól­inn í Essex í Bretlandi skoðar nú hug­mynd­ir um að byggja dýpstu sund­laug í heimi sem myndi meðal ann­ars nýt­ast við und­ir­bún­ing geim­ferða. Sund­laug­in yrði fimm­tíu metra löng og djúp, átta metr­um dýpri en nú­ver­andi dýpsta sund­laug heims í Montegrotto Terma á Ítal­íu.

Með sund­laug af þessu dýpi væri hægt að líkja eft­ir örþyngd­arafli geims­ins og djúp­sjáv­ar­um­hverfi. Banda­ríska geim­vís­inda­stofn­un­in NASA not­ast meðal ann­ars við sund­laug til þess að þjálfa geim­fara sína en hún er aðeins tólf metra djúp.

Þró­un­ar­fé­lagið Blue Abyss sem vinn­ur að verk­efn­inu með há­skól­an­um seg­ir að fyr­ir utan geim­ferðir gæti sund­laug­in nýst við um­hverf­is­rann­sókn­ir, þjálf­un fyr­ir at­vinnukafara og rann­sókn­ir á lífeðlis­fræði sjáv­ar­dýra og manna.

 

Heimild: Mbl

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *