Opna lúxushótel á Hljómalindarreitnum

Fréttatíminn

Canopy Reykjavik City Centre_Main Entry

„Í upphafi framkvæmda við Hljómalindarreitinn lögðum við upp með að þarna risi nýtt Icelandair hótel,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela. „Þegar okkur hinsvegar bauðst tækifæri til að opna fyrsta hótel sinnar tegundar í heiminum hér í Reykjavík, og njóta þar góðs af gríðarlegri markaðssetningu áfangastaðarins um heim allan gegnum öflugt sölukerfi Hilton International, þá þurftum við ekki að hugsa okkur tvisvar um,“ segir hún ennfremur.

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir

Í dag var tilkynnt að nýtt hótel sem opnað verður á Hljómalindarreitnum í mars 2016 verður rekið undir merkjum Canopy sem er nýtt hótelvörumerki í eigu Hilton International. Þetta verður fyrsta Canopy-hótelið í heiminum.

Canopy Reykjavik | City Centre verður með 115 herbergjum að meðtöldum svítum. í fréttatilkynningu kemur fram að hótelið verður rekið í samræmi við hugmyndafræði Canopy þar sem mikil áhersla er lögð á fallega hönnun og afslappað og þægilegt umhverfi. Í bakgarði verður veitingarekstur. Á efstu hæð verða bar og veitingastaður ásamt sérstakri matsölu þar sem nálgast má fjölbreytt úrval ferskra smárétta úr sérvöldu íslensku hráefni.

„Reykjavík er hlaðin orku og ákaflega spennandi áfangastaður ferðamanna um þessar mundir. Þess vegna finnst okkur mjög viðeigandi að fyrsta hótelið undir merki Canopy opni hér á Íslandi,“ segir Patrick Fitzgibbon, aðstoðarframkvæmdastjóri þróunar hjá Hilton International í sömu fréttatilkynningu. „Ísland er orðinn einn vinsælasti áfangastaður heims í augum ferðamanna. Það er ekki síst að þakka þrotlausu markaðsstarfi Icelandair sem vinnur stöðugt að þróun leiðakerfisins og fjölgun spennandi áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Fjöldi ferðamanna til Íslands hefur meira en þrefaldast undanfarin 15 ár og Canopy Reykjavik | City Centre verður spennandi viðbót í fjölbreytta og þróttmikla ferðaþjónustu í höfuðborginni.“

Arkþing ehf eru arkitektar.

Arkþing ehf

 

 

 

Heimild: Fréttatíminn

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *