Telur sig nálgast að finna ódýra, hreina og nánast óþrjótandi orkulind

visir   mbl

Telur sig nálgast að finna ódýra, hreina og nánast óþrjótandi orkulind

Hér má heyra fréttaviðtal við Svein Ólafsson

 Hinn ofurþétti vetn­is­fasi Leifs Hol­mild er þá orðinn lík­leg­asta ferlið sem hef­ur valdið hinum dul­ar­fullu niður­stöðum um kald­an samruna síðustu 25 árin,“ seg­ir Sveinn Ólafsson, vís­indamaður við HÍ, um upp­götv­un hans og sænsks efna­fræðings. Sveinn seg­ir aðferðina gætu um­bylt orku­vinnslu á Íslandi.

Sveinn seg­ir rúm­an ald­ar­fjórðung liðinn síðan greint var frá fyrstu niður­stöðunum varðandi kald­an samruna. Síðan hafi mikið vatn runnið til sjáv­ar.

Frétt mbl.is: Yrði enda­laus orka

„Fyr­ir 26 árum, nán­ar til­tekið 23. mars 1989, til­kynnti Utah-há­skól­inn í Banda­ríkj­un­um á fræg­um blaðamanna­fundi, að tek­ist hefði að fram­kvæma kald­an samruna við venju­leg­ar her­bergisaðstæður og fá fram kjarna­samruna tveggja vetn­isatóma og mynd­un hel­íns. Raf­efna­fræðing­arn­ir Stanley Ponz og Mart­in Fleichmann stóðu að baki þess­ari vinnu en þeir voru báðir virt­ir vís­inda­menn á sínu sviði.

Þetta varð heims­frétt sem varð þess vald­andi að hafn­ar voru til­raun­ir til að staðfesta niður­stöður þeirra Fleischmann og Ponz. Eft­ir stutt­an tíma, eða inn­an mánaðar, fóru niður­stöður að ber­ast og voru flest­ar nei­kvæðar og til að gera langa og dram­tíska sögu stutta yf­ir­gaf vís­inda­heim­ur­inn þá fé­laga inn­an árs og má segja að rann­sókna­sviðið hafi lent í vís­inda­legu einelti sem birt­ist einkum í þögn og fá­læti,“ seg­ir Sveinn og tek­ur dæmi.

 

Sveinn Ólafsson vísindamaður.

Sveinn Ólafs­son vís­indamaður. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Var neitað um birt­ingu grein­ar­inn­ar

„Rit­stjór­ar virtra vís­inda­rita fylgdu hóph­ugs­un­inni og neituðu grein­um birt­ingu. Nó­bels­verðlauna­haf­an­um Ju­li­an Schw­in­ger var til dæm­is neituð birt­ing á kenni­legri grein sem olli því að hann sagði sig úr Banda­ríska eðlis­fræðifé­lag­inu. Fras­ar á ensku eins og pat­hological science (vís­indi þar sem falsk­ar niður­stöður ráða för) fest­ust fljótt við rann­sókn­ar­sviðið og í harðri bar­áttu um rann­sókn­ar­fé var ekki væn­legt að nefna cold fusi­on, eða kald­an samruna, í um­sókn­um, eða þá fyr­ir ungt vís­inda­fólk að hætta sér á þessa braut. Fjár­magn til rann­sókna hvarf á þessu sviði,“ seg­ir Sveinn.

Hvað er þá samruna­orka og af hverju er kald­ur samruni tal­inn vera svona óhugs­andi?

„Í hnot­skurn má segja að venju­leg heit samruna­orka sé und­ir­staða orku og lífs á jörðinni. Samruna­orka á sér stað í innsta kjarna sól­ar­inn­ar, orku­los­un­in hit­ar hana upp og breyt­ir henni í þann hitalampa sem við þekkj­um á himni.

Í sól­inni eiga sér stað nokkr­ar gerðir af mjög hæg­um en líka hröðum samruna­hvörf­um sem þurfa háa hreyfi­orku og þéttni til að hvörf­in viðhald­ist. Í kjarna sól­ar­inn­ar er þyngd­ar­kraft­ur­inn og hita­stig það hátt að þéttn­in er á við 160-falda þéttni vatns og er hita­stigið um 16 millj­ón gráður. Þetta mikla hita­stig – og þar með hreyfi­orka vetniskjarna í sól­inni – ger­ir þeim kleift að yf­ir­vinna frá­hrindikrafta milli tveggja vetniskjarna sem verða til vegna þess að þeir eru báðir já­kvætt hlaðnir. Samruni tveggja vetniskjarna verður hins veg­ar fyrst þegar fjar­lægð milli agn­anna fer að nálg­ast einn þúsund­asta af fjar­lægð tveggja atóma í venju­legri vetn­isam­eind H2.“

Nálg­ast 50.000 raf­einda­volt

Sveinn held­ur áfram að út­skýra samruna­ferlið.

„Við þessa fjar­lægð er svo­nefnd frá­hrindiraf­stöðuorka eind­anna að nálg­ast 50.000 raf­einda­volt en við þessa fjar­lægð byrj­ar þriðji frum­kraft­ur eðlis­fræðinn­ar, sterki kraft­ur­inn, eða kjarnakraft­ur­inn, að verða virk­ur. Eins og nafnið gef­ur til kynna þá yf­ir­vinn­ur þessi kraft­ur frá­hrind­andi raf­kraft­inn og kjarn­arn­ir sam­ein­ast. Við samruna tveggja vetniskjarna verður eng­in orku­los­un og kjarn­arn­ir falla í sund­ur aft­ur nema hvað það kem­ur ör­sjald­an fyr­ir að fjórði kraft­ur eðlis­fræðinn­ar, veiki kraft­ur­inn, nær að breyta vetniskjarna (róteind) í óhlaðna nifteind og fiseind.

Við þá umbreyt­ingu verður orku­los­un og samruni einn­ar róteind­ar og einn­ar nifteind­ar í einn sam­eig­in­leg­an kjarna sem geng­ur und­ir nafn­inu tví­vetni. Tví­vetnið verður þá aðal samruna- og brennslu­efni sól­ar­inn­ar, enda er samruni þess við annað tví­vetni og mynd­un hel­ínkjarna mun lík­legri en umbreyt­ing vetn­is í tví­vetni. Fyrsta skrefið er hins­veg­ar hæg­asta ferlið og ákveður grunn­bruna­hraða sól­ar­inn­ar. Gróft á litið má því segja að fjór­ir vetniskjarn­ar myndi einn hel­ínkjarna í nokkr­um hvarfa­skref­um,“ seg­ir Sveinn.

Stærð sól­ar­inn­ar skipt­ir máli

„Þrátt fyr­ir þessa yfirþyrm­andi aðstæður fram­leiðir innsti kjarni sól­ar minni orku en sam­bæri­legt rúm­mál lík­ama okk­ar brenn­ir til að viðhalda starf­semi sinni. Það er hin gríðarleg stærð sól­ar og hæg orku­út­geisl­un sem veld­ur því að hún hitn­ar og verður að þess­um sóllampa sem við þekkj­um. Þessi hæga orku­fram­leiðsla sól­ar­inn­ar  veld­ur því hins­veg­ar að hún geisl­ar orku sinni og mun baða jörðina í geisl­um sín­um næstu millj­arða ára,“ seg­ir Sveinn.

Hvert er þá orku­inni­hald samruna­ork­unn­ar í til dæm­is einu glasi af vatni?

„Gróf­lega má marg­falda með millj­ón og segja að lítri af vatni sé á við millj­ón lítra að bens­íni. Lind­ar­vatnið er því ansi magnað af orku ef hægt væri að finna leið til að nýta hana.“

Sveinn seg­ir að síðustu ára­tugi hafi farið fram mikl­ar rann­sókn­ir til að líkja eft­ir starf­semi sól­ar­inn­ar í til­rauna­klef­um, með því að hita vetn­is- og tví­vetn­isgas upp í hita­stig sem lík­ist sól­inni. „ITER er sam­eig­in­legt rann­sókn­ar­verk­efni sem miðar að því að geta með samruna brennt þrívetni og tví­vetni á stór­um skala um miðjan næsta ára­tug. Þetta er gíf­ur­lega erfitt verk­efni og mun erfiðara en ella þar sem hita­stig í ITER-samruna­ofn­in­um þarf að vera mun hærra en í sól­inni til að orku­fram­leiðslan verði nógu hröð. Því er ITER í raun að líkja eft­ir samruna sem á sér stað eft­ir að spreng­istjarna hef­ur sprungið. Einn af kost­um heits kjarna­samruna er tal­inn vera minni geisla­virkni en verður til í venju­leg­um kjarna­kljúf­um eins og í Cherno­byl og Fukus­hima,“ seg­ir Sveinn um kjarn­orku­ver­in í Úkraínu og Jap­an.

Aðrir hóp­ar staðfestu niður­stöðurn­ar

Af hverju er kald­ur samruni aft­ur kom­inn á til­rauna­borðið sem rann­sókn­ar­efni?

„Staðreynd­in er sú að þegar árið 1989 náðu aðrir rann­sókn­ar­hóp­ar að end­ur­taka og staðfesta til­raun Fleis­hm­an og Ponz en þeir voru þó ekki marg­ir. Segja má að þegar árið 1992 hafi end­an­lega verið búið að staðfesta að Fleis­hm­an og Ponz höfðu haft rétt fyr­ir sér varðandi um­framorku. Til­raun­irn­ar gáfu stund­um í stutt­an tíma merki um um­framorku sem var of mik­il til að hún gæti verið vegna venju­legra efna­fræðihvarfa. Þetta var þó ákaf­lega erfitt að end­ur­taka; 5-10% til­rauna gáfu já­kvæð svör um um­framorku. En einn stór vandi var á hönd­um; aðeins sáust smá­vægi­leg um­merki um geisla­virkni í til­raun­un­um. Geisla­virkn­in var alltof lít­il miðað við það sem vænta mátti frá samruna­kjarna­hvörf­um. Hér er komið helsta vanda­mál kalds samruna. Það er ekki til nein fræðileg út­skýr­ing á fyr­ir­bær­inu!“

Sveinn seg­ir vís­inda­menn sem trúa á aðferðina hafa orðið að jaðar­hópi.

„Þeir vís­inda­menn sem staðfestu til­raun­ina frá 1989 urðu að ein­angruðum hópi vís­inda­manna sem hitt­ust á sam­eig­in­leg­um ráðstefn­um um kald­an samruna (ICCF) og var sú 19. hald­in í maí síðastliðnum í Padua á Ítal­íu. Hóp­ur­inn sam­an­stóð mest af eldri vís­inda­mönn­um sem gerðu þess­ar rann­sókn­ir sam­hliða öðrum viður­kennd­ari rann­sókn­um á rann­sókna­stof­um sín­um. Jafn­framt voru rann­sókn­ir oft fjár­magnaðar af einkafram­tak­inu einu sam­an.“

Vöktu ekki mikla at­hygli í vís­inda­heim­in­um

Sveinn seg­ir lang­an aðdrag­anda að sam­starfi hans og sænska efna­fræðings­ins Leif Hol­milds.

„Árið 2008 birti Leif Hol­mlid, pró­fess­or við Gauta­borg­ar-há­skóla í Svíþjóð, fyrstu grein sína um til­vist ofurþétt vetn­is­fasa. Geisl­un á þenn­an vetn­is­fasa með orku­litl­um „púlsuðum“ leysi­geisla sýndi fram á til­vist samruna. Leif hef­ur síðan birt fjölda greina um eðli og hegðun þessa ofurþétta vetn­is­fasa. Niður­stöður hans vöktu ekki mikla at­hygli í vís­inda­heim­in­um og þóttu of ótrú­leg­ar og eng­inn hef­ur reynt að staðfesta eða rengja niður­stöður hans.

Það var svo í lok árs 2013 að ég hafði sam­band við hann vegna hugs­an­legra tengsla þess­ara mæl­inga við fyr­ir­bærið kald­an samruna.

Ég spurði Hol­mild hvort hann hefði reynt að fá fram kald­an samruna með þess­um til­tekna vetn­is­fasa. Svarið var fyrst nei. Ég reiknaði þá dæmið og fann út að þetta gæti gengið upp. Í kjöl­farið hófst sam­starf okk­ar,“ seg­ir Sveinn og út­skýr­ir málið nán­ar.

„Hol­mild hef­ur notað þenn­an til­tekna hvata í til­raun­um með vetni til fjölda ára. Þessi hvati mynd­ar til­tek­inn fasa af vetni. Þessi fasi umbreyt­ist síðan í ofurþétt vetni, en það þýðir að mjög lít­il fjar­lægð er milli sam­einda. Þegar fjar­lægðin er orðin svona lít­il eru lík­ind­in á samruna vetn­is í hel­ín orðin miklu meiri.“

Lík­leg­asta ferlið að baki hinum dul­ar­fullu niður­stöðum

Til upp­rifj­un­ar er vetnið fyrsta frum­efnið í lotu­kerf­inu og er hel­ín, frum­efni núm­er 2 í lotu­kerf­inu, gert úr tví­vetnis­kjörn­um.

„Fyrsta grein­in í sam­starf­inu birt­ist 14. júli í In­ternati­onal journal of Hydrogen Energy og sýn­ir grein­in fram á að ofurþétti vetn­is­fasinn er að senda orku­rík­ar eind­ir frá sér án þess að leysi­geisl­inn sé notaður til að hefja ferlið. Hinn ofurþétti vetn­is­fasi Leifs er þá orðinn lík­leg­asta ferlið sem hef­ur valdið hinum dul­ar­fullu niður­stöðum um kald­an samruna síðustu 25 árin,“ seg­ir Sveinn sem tel­ur þess­ar niður­stöður geta rutt braut­ina fyr­ir aðra vís­inda­menn.

Ný­fram­kvæmd­ir við jarðvarma­virkj­an­ir gætu lagst af

Hann seg­ir kald­an samruna gætu haft víðtæk áhrif fyr­ir heims­byggðina.

„Kald­ur samruni mun stór­minnka þörf á jarðeldsneyti og þar með draga úr kol­efn­is­los­un vegna bruna eldsneyt­is. Fyrsta sam­fé­lags­breyt­ing kalds samruna verður land­fræðileg. Það verður hægt að afla orku hvar sem er. Köld, heit, blaut, eða há landsvæði verða byggi­leg og munu því hugs­an­leg draga úr aðdrátt­ar­afli þéttra borg­ar­sam­fé­laga.

Ísland mun njóta góðs af köld­um samruna á sama hátt og önn­ur lönd. Sérstaða lands­ins mun breyt­ast hvað varðar að landið mun ekki verða eft­ir­sótt vegna ódýrr­ar orku fyr­ir stóriðju. Lík­lega munu nú­ver­andi fjár­fest­ing­ar og mann­virki á sviði raf­orku halda sam­keppn­is­hæfni svo lengi sem eig­end­ur hafa áhuga á að nýta ork­una næstu ára­tug­ina en ný­fram­kvæmd­ir á sviði jarðhita og vatns­orku munu lík­lega leggj­ast af.

Jarðhitaþekk­ing gæti að hluta orðið óþörf, en áfram­hald­andi þörf yrði fyr­ir þekk­ingu á sviði gufu­fram­leiðslu, túr­bínu­hverfl­um, kæliturn­um og raf­orku­fram­leiðslu. Orku­fyr­ir­tæki lands­ins munu þurfa að fylgj­ast grannt með þessu rann­sókn­ar­sviði strax á þessu ári til að fara ekki í nýj­ar fjár­fest­ing­ar sem gætu verið yf­ir­gefn­ar eða hætt við inn­an ein­hvers ára­fjölda,“ seg­ir Sveinn Ólafs­son vís­indamaður

 

 

Heimild: Mbl + Visir

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *