Vaðlaheiðargöng ..leggja þarf mikla vinnu í bergþéttingu

Rúv

Hægur gangur í greftri Vaðlaheiðarganga

Mynd: RÚV

Gangagröftur í Vaðlaheiði hefur gengið hægt síðustu vikurnar og hefur borgengið komist mun styttra á síðustu vikum en áður. Helst ástæðan er sú að leggja þarf mikla vinnu í bergþéttingu. Það eru Íslenskir Aðalverktakar/Marti sem grafa Vaðalheiðargöngin undir eftirliti verkfræðistofunnar Eflu og Geotek.

Í Norðfjarðargöngum hafa vandamálin verið mun færri og viðráðanlegri. Það eru Metrosvato og Suðurverk sem grafa Norðfjarðargöngin undir eftirliti verkfræðistofunnar Hnits.

Frá því að vatn fór að streyma inn Fnjóskadalsmegin í Vaðlaheiðargöngum um miðjan apríl hefur hægt verulega á vinnu við sjálfan gröft ganganna. Á sama tíma hefur verið ráðist í önnur verkefni, stærst þeirra hefur verið vegagerð í Fnjóskadal. Í þar síðustu viku fór borgengið áfram um 14 metra, sem er töluvert frá besta árangrinum sem náðst hefur á einni viku; 96 metrum. Að meðaltali hafa verið farnir 44 metrar á viku, en frá því að sprungan opnaðist, hafa allar vikur verið undir meðaltali.

Valgeiri Bergmann

Að meðaltali hafa verið farnir 44 metrar á viku, en frá því að sprungan opnaðist nánast ofan á borgengið, hafa allar vikurnar verið undir meðaltali. Ein ástæða þess hve hægt hefur gengið er að mikill tími fer í að þétta bergið. Samkvæmt upplýsingum frá Valgeiri Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf. er vonast til að hraðinn muni aukast aftur eftir því sem bergið verði þéttara.

Jafnmikið af vatni og Garðabær og Kópavogur nota
Alls óvíst er enn um hvert framhaldið verður, en í svari til fjárlaganefndar í vor voru tveir möguleikar nefndir líklegastir. Annars vegar að dæla vatninu út og halda greftri áfram beggja vegna og hins vegar að grafa einungis Eyjafjarðarmegin. Seinni möguleikinn myndi tefja verkið allt til ársins 2018, en upphaflega var gert ráð fyrir að göngin yrðu opnuð í lok árs 2016. Ekki hefur verið ákveðið nákvæmlega hvort og þá hvernig dæla eigi vatninu út, en til þess þarf mjög öflugt kerfi. Búið er að kaupa dælur til verksins, sem er alls ekki lítið.

Rennslið í fjallinu er um 250 lítrar á sekúndu, en til samanburðar er það jafn mikið og Garðabær og Kópavogur nota af köldu vatni. Þá dugaum 100 lítrar á sekúndu til að sjá Akureyrarbæ fyrir köldu vatni. Í samtali við fréttastofu segir Valgeir að vonast sé til að hægt verði að hefja dælingu með haustinu, en þá þarf einnig að huga að áhrifum á lífríki í Fnjóskadalsá.

Norðfjarðargöng á undan áætlun
Gröftur í Norðfjarðargöngum hefur gengið öllu betur, en þar er stefnt að því að gegnumslag verði nú í haust þó ekki sé víst hvenær nákvæmlega. Borað hefur verið beggja vegna frá og er nú aðeins um hálfur kílómetri eftir, af sjö og hálfum. Vinnan hefur í raun gengið hraðar en áætlað var, gert var ráð fyrir gegnumslagi snemma árs 2016 og að göngin verði opnuð í september árið 2017. Ekki hefur verið gefin út ný tímasetning á því hvenær þau verða opnuð fyrir almennri umferð. Vatnsflaumur hefur ekki verið til mikilla trafala í gerð ganganna og það er helst að erfið setlög hafi haldið aftur af borgengjunum tveimur, þó ekki meir en svo að verkið er á undan áætlun.

 

 

Heimild: RUV

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *