Draga meira úr vatns­notk­un

mbl

Mikl­ir þurrk­ar hafa verið í Kali­forn­íu. AFP

 

Íbúum Kali­forn­íu­rík­is tókst að draga meira úr notk­un vatns en rík­is­stjór­inn Jerry Brown hafði kallað eft­ir í júní, fyrsta mánuðinn þar sem neyðarregl­ur um vatns­notk­un voru í gildi.

Vatns­notk­un dróst sam­an um 27,3%, en regl­urn­ar kölluðu eft­ir 25% sam­drætti. Þetta verður að telj­ast mikið af­rek, því mik­ill hiti og þurrk­ur var í júní í Kali­forn­íu.

Jerry Brown

„Kali­forníu­bú­ar skilja hversu al­var­leg­ir þurrk­ar þetta eru, og þeir hafa gripið til aðgerða, eins og sést af þess­um ár­angri,“ seg­ir Felicia Marcus, yf­ir­maður nefnd­ar sem ber ábyrgð á að tryggja að nægt vatn sé til taks í rík­inu.

„Þess­ar töl­ur súna að fólk vissi að það þyrfti að halda áfram að fara spar­lega með vatn, jafn­vel þegar sum­ar­hit­inn færðist yfir. Þetta er rétti and­inn, núna þegar stefn­ir í mikla þurrka í ág­úst og sept­em­ber í þess­um versta þurrki ald­ar­inn­ar, sem ekki er vitað hvenær lýk­ur.“

 

 

Heimild:  Mbl

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *