Styrk­leiki veira eins og í skolpi

Unnið er að bygg­ingu ólymp­íuþorps­ins í Rio, en mörg þeirra lof­orða sem gef­in voru þegar borg­in falaðist eft­ir rétt­in­um til að halda leik­ana verða ekki upp­fyllt. AFP

mbl

Þeir íþrótta­menn sem keppa í vatn­aíþrótt­um munu keppa í ómeðhöndluðu skolpi á sum­arólymp­íu­leik­un­um í Rio á næsta ári, ef marka má niður­stöður rann­sókna Associa­ted Press. Sér­fræðing­ar segja mikla hættu á að íþrótta­menn­irn­ir veikist, en eng­ar lík­ur séu á því að yf­ir­völd­um tak­ist að koma ástand­inu í lag í tæka tíð.

Rann­sókn­ir sem fram­kvæmd­ar voru fyr­ir AP leiddu í ljós hættu­legt magn veira og bakt­ería á stöðum þar sem keppni mun fara fram, en sum próf leiddu í ljós meng­un sem er 1,7 millj­ón sinn­um meiri en tal­in er hættu­leg við strend­ur Suður-Kali­forn­íu.

Meng­un frá skolpi er vanda­mál víða í Bras­il­íu, þar sem skolpið er sjaldn­ast meðhöndlað. Þegar Rio freistaði þess að fá að halda ólymp­íu­leik­ana voru fög­ur fyr­ir­heit gef­in um úr­bæt­ur, m.a. bygg­ingu átta hreins­un­ar­stöðva, en aðeins ein slík hef­ur verið reist.

Rann­sókn AP náði til þeirra þriggja staða þar sem keppt verður í vatn­aíþrótt­um, auk Ipanema-strand­ar, en leitað var að þrem­ur teg­und­um adeno­veira, sem valda sýk­ing­um í önd­un­ar­fær­um og melt­ing­ar­vegi, auk róta­veira, enteroveira og saur­bakt­ería.

Niður­stöður voru þær að ekki einn þess­ara staða væri ör­ugg­ur fyr­ir sund né sigl­ing­ar. Styrk­ur veira í öll­um próf­un­um var um það bil sá sami og í ómeðhöndluðu skolpi, jafn­vel á Copacabana-strönd, þar sem marg­ir 350.000 gesta leik­anna munu vilja svala sér.

Þegar leitað var eft­ir viðbrögðum frá fram­kvæmda­stjóra heil­brigðismála hjá Alþjóðaólymp­íu­nefnd­inni, sagði hann að nefnd­in og bras­il­ísk yf­ir­völd ættu að halda sig við þau vinnu­brögð að prófa aðeins fyr­ir bakt­erí­um en ekki veir­um. Hann sagði að Alþjóðaheil­brigðis­stof­un­in og aðrir hefðu staðfest að eng­in hætta steðjaði að íþrótta­fólk­inu.

Marg­ir sér­fræðing­ar í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu hafa bar­ist fyr­ir því að prófað sé fyr­ir veir­um þegar gæði vatns eru til at­hug­un­ar, þar sem meiri­hluti veik­inda sem tengja má við iðkun vatn­aíþrótta megi rekja til veira, ekki bakt­ería.

 

 

 

Heimild: Mbl + Gurdian

 

 

 

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *