Gríðarlegir skógareldar í Kaliforníu

pressan

Myndir: Getty

Gríðarlegir skógareldar geysa nú í Kaliforníu og berjast um 8.000 slökkviliðsmenn við eldana. 88.000 hektarar lands hafa orðið eldunum að bráð og neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Einn slökkviliðsmaður hefur látið lífið í baráttunni við eldana.

Jerry Brown

Mörg hundruð eldar hafa kviknað víða í Kaliforníu en þar hafa verið miklir þurrkar undanfarin misseri og miklir hitar eru nú á þessum slóðum. Mörg hundruð manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og tugir húsa og húsbíla hafa orðið eldinum að bráð.

Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, lýsti yfir neyðarástandi í gær en það gerir yfirvöldum í ríkinu kleift að kalla eftir aðstoð þjóðavarðliða og geta þeir þá bæst í hóp rúmlega 8.000 slökkviliðsmanna og níu þyrlna sem eru notaðar við slökkvistörfin.

 

         

 

 

 

Heimild: Pressan

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *