Stækka flug­stöðina um 8.700 fer­metra

mbl

Teikning af 5.000 fermetra viðbyggingu til suðurs. Hún mun hýsa ...

Teikn­ing af 5.000 fer­metra viðbygg­ingu til suðurs. Hún mun hýsa farþega til og frá landa utan Schengen. Isa­via

Farþegum um Kefla­vík­ur­flug­völl hef­ur fjölgað gíf­ur­lega und­an­far­in ár og fjölg­un þeirra í þess­um mánuði og næsta er tvö­falt meiri en sú sem Isa­via gerði ráð fyr­ir. Þar af leiðandi má bú­ast við biðröðum á flug­vell­in­um á morgn­ana, síðdeg­is og um miðnætti fram í sept­em­ber. Helstu álags­dag­ar vik­unn­ar eru fimmtu­dag­ar, föstu­dag­ar og sunnu­dag­ar. Þeir sem ætla að ferðast á þess­um dög­um hafa verið hvatt­ir til þess að mæta á flug­stöðina allt að þrem­ur tím­um fyr­ir brott­för.

 

Örtröð á Kefla­vík­ur­flug­velli

Í síðustu viku var sagt frá því að mikl­ar biðraðir hafi mynd­ast á flug­stöðinni, sér­stak­lega við inn­rit­un og ör­ygg­is­leit. Í til­kynn­ingu frá flug­stöðinni kem­ur fram á vef mbl.is að ástæður þess­ara biðraða og tafa hafi meðal ann­ars verið upp­setn­ing á nýj­um ör­ygg­is­leit­ar­lín­um, þjálf­un starfs­fólks og mik­ill fjöldi ferðamanna um stöðina. Í sum­um til­vik­um ollu þess­ar taf­ir seink­un­um og var ástandið sér­stak­lega slæmt í síðustu viku. Í frétt túrista.is kem­ur fram að á sunnu­dag­inn fyr­ir viku  seinkaði 41 af þeim 71 brott­för sem var á dag­skrá. Ástandið hef­ur batnað tölu­vert síðan þá og í gær seinkaði sex­tán af 69 flug­tök­um.

Guðna Sig­urðssyni

Nú standa yfir um­fangs­mikl­ar stækk­un­ar­fram­kvæmd­ir í flug­stöðinni. Til stend­ur að stækka flug­stöðina um 5.000 fer­metra til suðurs og 3.000 fer­metra til vest­urs. Þar að auki er verið að stækka komu­sal til aust­urs um 700 fer­metra.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Guðna Sig­urðssyni upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via er gert er ráð fyr­ir því að 5.000 fer­metra bygg­ing til suðurs verði til­bú­in í mars 2016. Hún mun hýsa farþega á leið til og frá lönd­um fyr­ir utan Schengen-svæðið. Bætt verður við sex farþega­hliðum, nýrri ör­ygg­is­leit og rými fyr­ir gesti flug­stöðvar­inn­ar verður stækkað.

Viðbygg­ing­in sem er 3.000 fer­metr­ar stend­ur, eins og áður hef­ur komið fram við vest­urs, beint út frá flug­stöðinni þar sem í dag standa bíla­stæði fyr­ir þá á leið úr landi. Að sögn Guðna er ekki kom­in ná­kvæm dag­setn­ing á hvenær fram­kvæmd­ir þar hefjast en gert er ráð fyr­ir að það verði á næstu vik­um.

Teikning af 3.000 fermetra viðbyggingu til vesturs, við bílastæði við ...

Viðbygging til vesturs.

 

Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist á næstu ...

 

 

Heimild/myndir:  Mbl.is + turisti.is

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *