Meira keypt af byggingarefni

Byggingarefni lækkar í verði.

Byggingarefni lækkar í verði. VÍSIR/VILHELM

 visir

 

Meira var keypt af byggingarefni núna í júní en í sama mánuði árið áður. Rannsóknarsetur verslunarinnar telur aftur á móti að vöxtur á fyrri helmingi ársins hafi verið minni en tilefni hafði gefið til, með auknum umsvifum í hagkerfinu. Vöxturinn í júní var 9,5 prósent frá fyrra ári en vöxtur í byggingavöruverslun fyrstu sex mánuði ársins var 2,4 prósent. Verðlag byggingavara lækkaði um 1,8 prósent frá júní í fyrra og kemur þar til lækkun virðisaukaskatts og niðurfelling vörugjalda um áramótin. Þetta sýna tölur Rannsóknarseturs verslunarinnar.

 

 

Heimild: Vísir

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *