Fangelsið Hólmsheiði

  • mannvit
  • Arkís
  • IAV Pipulagnir
  • fsr
  • fangelsi hómsheiði
  • fangelsi hómsheiði1

IAV_logo    mannvit   fsr

 

Verkkaupi stofnanirInnanríkisráðuneytið
Kostnaður 2 milljarðar
Stærð 3500 m2
Arkitektar ArkísArkís arkitektar ehf
Verk hafið Febrúar 2014
Verklok Desember 2015
Aðalverktaki IAV_logoÍslenskir aðalverktakar hf
Hönnuðir mannvitMannvit hf
Vatnslagnaverktaki IAV PipulagnirIAV Pípulagnir
Eftirlit fsrFramkvæmdasýsla ríkisins

 

Útboð húss og lóðar var auglýst 17. ágúst 2013. Tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum 5. desember 2013 kl. 11:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á krónur 1.917.407.375.- en þrenn tilboð bárust í verkið og eru eftirfarandi:

1. Íslenskir Aðalverktakar hf.
kr. 1.819.963.591.- 94,9% af kostnaðaráætlun

2. Ístak hf.
kr. 2.045.077.807.-
106,7% af kostnaðaráætlun

3. Jáverk ehf.
kr. 1.822.496.000.-
95,1% af kostnaðaráætlun

 

Frá Aðalverktaka – ÍAV hf.

Föstudaginn 31. janúar 2014 var undirritaður verksamningur milli innanríkisráðuneytisins og Íslenskra aðalverktaka hf. vegna verklegra framkvæmda við fangels á Hólmsheiði, hús og lóð.

Þetta útboð, hús og lóð, er annar hluti framkvæmda en áður er lokið við jarðvinnu og heimlagnir.

Verkið gengur út á að reisa og ganga frá byggingu fyrir móttöku-, gæsluvarðhalds-, og kvennafangelsi sem er um 3.595 m2 að stærð, brúttó rúmmál er 14.443m3. Heildar lóðarstærð er 37.400 m2. Lóðin stendur við Nesjavallaleið 9 á Hólmsheiði.

Verkkaupi hyggst fá alþjóðlega umhverfisvottun samkvæmt BREEAM á bygginguna en slíkt ferli tekur til margra þátta ÍAV á byggingarstað.

 

Frá Hönnuði – Mannvit hf.

Mannvit ásamt Arkís og öðrum fagaðilum, vann að hönnun á nýju fangelsi á Hólmsheiði en tillaga Arkís var hlutskörpust úr hópi átján tillagna um hönnun hússins á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins. Fangelsið er 3500 m² að stærð og þar verða 56 fangaklefar og sérstök deild fyrir kvenfanga og aðstaða fyrir afplánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga. Mannvit sá um verkfræðihönnun og gerð útboðsganga.

Hönnun fangelsisins er með þeim hætti að hægt verður að stækka og minnka fangadeildir eftir þörfum sem gera mun nýtingu fangelsisins betri. Öll aðstaða fanga svo sem fyrir vinnu, nám, íþróttaiðkun og síðast en ekki síst aðstaða til heimsókna verður til fyrirmyndar.  Áætlaður kostnaður við fangelsið er rúmlega 2 milljarðar króna. Ákveðið hefur verið að fangelsið á Hólmsheiði verði vottað samkvæmt alþjóðlega umhverfisvottunarkerfinu BREEAM. Með þeirri hugmyndafræði er við sköpun á manngerðu umhverfi leitast við að auka lífsgæði, nýta sjálfbærni, staðbundnar auðlindir og byggja á norrænni hönnunarhefð eins og hún gerist best.

 

Frá Eftirlitsaðila – Framkvæmdasýsla ríkisins

Verkkaupi er innanríkisráðuneytið. Umsjón með verkefninu hefur Framkvæmdasýsla ríkisins. Verkefnastjóri er Örn Baldursson. Aðalhönnuður er Arkís ehf., sem hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni 2012. Höfundar vinningstillögunnar voru Björn Guðbrandsson og Arnar Þór Jónsson, arkitektar. Verkfærðihönnun skiptist á milli Mannvits, Verkís og Verkfræðistofu Snorra Ingimarssonar.

Jarðvegsframkvæmdir voru boðnar út 9. mars 2013 og eru framkvæmdum við jarðvinnu og heimlagnir innan lóðar lokið, en vinna við heimlagnir utan lóðar standa yfir og eru áætluð verklok í október 2013.

Útboð húseignar og frágang lóðar var auglýst 17. ágúst síðastliðinn. Tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum 5. desember 2013 og var tilboði ÍAV Holding ehf. tekið, sem hljóðaði upp á krónur 1.819.963.591.-, eða 94,92% af kostnaðaráætlun. Alls bárust þrenn tilboð í framkvæmdina. Verksamningur var undirritaður föstudaginn 31. janúar 2014.

Afstöðumynd     FangaklefiFangaklefi

 

 Staðsetning framkvæmdar

fangelsi hómsheiði

Heimild: IAV hf  + Mannvit hf + FSR

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *